Leiklestur, Harmonikkuball, Samstarf við Grafarvogskirkju, Spjallhópur í Borgum, Menningarnefnd, Ferðir og Hagyrðingamót
Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.
Harmonikkuball með ömmu og afa 2. mánudag í mánuði kl. 10:00
Korpúlfar eru í góðu samstarfi við Grafarvogskirkju og í Borgum eru helgistundir alla þriðjudaga kl. 10:30 allt árið á vegum presta/djákna í Grafarvogskirkju. Þá er félagsstarf eldri borgara í Grafarvogskirkju kl. 13:00 á þriðjudögum og guðþjónusta í Borgum á sunnudögum kl. 13:00 yfir veturinn.
Á þriðjudögum kl. 13:00 í listasmiðjunni í Borgum kemur saman spjallhópur Korpúlfa. Ljúf samverustund þar sem allir mæta á sínum forsendum og njóta þess að hittast, vera saman og hafa gaman. Umsjón hefur Ásta Jónsdóttir og allir eru hjartanlega velkomnir í hópinn.
©2022 Korpúlfar - Spönginni 43, 112 Reykjavík - Vefstjóri Snæbjörn Kristjánsson