Fréttir 2022

Elskulegu Korpúlfar

 

Það hefur verið ánægjulegt að upplifa með ykkur jólastemmingu síðustu daga í Borgum.

 

Áfram fögnum við hátíðleika jólanna og áramóta næstu daga :

 

  • Á Þorláksmessudag 23 des. verður boðið upp á skötu/saltfisk í Borgum í hádeginu,  

Skráning þarf að fara fram fyrir 21. desember í síma : 517-7056

 

  • Einnig liggur frammi þátttökuskráning um boð á opna æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Vínartónleikar í Hörpunni og verða fimmtudaginn 5. janúar 2023 kl. 11:30.  Miðarnir verða afhendir 4. janúar kl. 08:00 til 15:00 í Borgum.

Höfum fengið 99 miða og nú þegar eru 60 skráðir. Rúta fer frá Borgum kl. 10:30,  5. jan. á tónleikana og það þarf að skrá sig í rútuna.

 

  • Deginum eftir 6. janúar kl. 11:00 mun Leifur Reynisson heiðra okkur með nærveru sinni og bregða ljósi á jólahald íslendinga fyrr á árum með hjálp ljósmynda. Þannig munum við kveðja jólin á skemmtilegan hátt, allir hjartanlega velkomnir og þátttökugjald þúsund krónur.

 

  • Bókmenntahópur Korpúlfa hvetur alla til að lesa áhrifamikla bók yfir jólin,  Týnda dóttirin eftir Shilipi Sonaya Gowda. En sögusviðið er Bandaríkin og Indland. Umfjöllun um bókina fer síðan fram fimmtudaginn 19. janúar kl. 13:00 hjá bókmenntahópnum í Borgum og allir hjartanlega velkomnir.

 

 

Með kærleikskveðju til ykkar allra og njótið vel,

Birna.

**Frísk í Fjölni, nýtt hreyfingar úrræði fyrir 60 ára og eldri í Grafarvogi.**

 

Í janúar 2023 ætlar íþróttafélagið Fjölnir að bjóða upp á nýja starfsemi fyrir eldriborgara. Um er að ræða alhliða heilsurækt fyrir eldri borgara stjórnað af sérfræðingum í greininni. Hér að neðan er stuttur texti um áætlaða starfsemi, en starfsemin mun fara fram í Egilshöll mánudaga og miðvikudaga frá 9-12.

 

Á æfingum verður áhersla á fjölbreytta þjálfun og er það í samræmi við það sem rannsóknir hafa sýnt, að fjölþætt þjálfun sem innheldur styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar eru æskilegar eldra fólki. Þjálfunin gengur út á að viðhalda og efla grunnfærni líkamans, enda er árangur fólginn í því að viðhalda fyrri færni. Ekki síður verður lögð áhersla á andlega og félagslega heilsu og er starfsemin í heild sinni unnin með það að leiðarljósi. Starfsemin er byggð í kringum hópþjálfun til þess að gefa færi á samskiptum og samvinnu sem eflir félagslega og andlega heilsu.   Skráning er hafin og eru takmörkuð pláss í fyrstu hópum sem byrja í janúar.  Þjónustan mun kosta 7500 kr á mánuði.

 

Hlökkum til að taka á móti ykkur næsta mánudag :)

 

**Skráning í verkefnið hér:** 

 

**Slóð að kynningarfundi**: 

Frá formanni Korpúlfa

Kæru Korpúlfar

Loksins er ný heimasíða að líta dagsins ljóskorpulfarnir.comFæðing hennar hefur tekið nokkurn tíma en með það í huga að „góðir hlutir gerast hægt“, getum við nú fagnað þessum tímamótum og ásamt vel heppnaðri Facebók erum við orðin vel tengd á öldum ljósvakans.


Það býr mikill mannauður í okkur korpúlfum og í þeim auði er falin mikil og fjölbreytt kunnátta, sem við höfum öðlast á langri ævi, bæði í leik og starfi. Þessir eiginleikar, gera okkur kleift að halda úti því fjölbreytta starfi, sem fram fer í Borgum dag hvern.


Mestan heiður að gerð þessarar heimasíðu á einmitt einn slíkur korpúlfur, sem svo vel vildi til að hafði fengist við heimasíðugerð og var vel tölvutengdur. Hann heitir Snæbjörn Kristjánsson sem hefur hannað síðuna og komið henni á veraldarvefinn.


Við þökkum honum framlag hans til félagsstarfsins og bjóðum hann velkominn til starfa sem vefstjóra korpulfana.com


Vetrardagskráinn er nú komin í fullan gang og góð aðsókn er alla daga.


Framundan er aðventan með jólahlaðborði, jólabingó og aðventufundi.


Ég vil einnig minna á að öll okkar starfsemi þarf að vera sjálfbær og við höfum þann sið, að í stað þess að greiða árgjald til félagsins, greiða þátttakendur hvers viðburðar eða námskeyða sjálf jafnóðum fyrir áfallinn kostnað.


Engu að síður kemur fyrir að ófyrirséð útgjöld verða til og til að mæta slíku höfum við sérstakan sjóð sem heitir styrktarsjóður 0324-13-706060 kt. 601101-2460 Frjáls framlög félagsmanna í þennan sjóð eru mjög vel þegin. Ekki er verið að biðja um háar fjárhæðir. Margt smátt gerir a.m.k. lítið eitt.


Með félagskveðjum


Theodór Blöndal


Formaður Korpúlfa