Söngur

Kór Korpúlfa og Söngstund

Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Kór Korpúlfa

Kór Korpúlfa Korpusystkin er blandaður kór undir stjórn Helga Hannessonar tónlistamanns sem einnig er undirleikari kórsins. Kóræfingar eru vikulega á mánudögum kl. 16:00 klukkutíma í senn. Kórinn syngur á mánaðarlegum félagsfundum Korpúlfa og hefur einnig sungið á öðrum viðburðum eins og afmælishátíðum, í Hörpunni, á Grafarvogsdeginum, við jarðafarir og fleira. Kórinn hélt sína fyrstu vortónleika ásamt einsöngvara í Borgum í maí 2022. Lögð er áhersla á skemmtilegt, fjölbreytt lagaval og sönggleði. Tekið er fagnandi á móti nýjum kórfélögum og þeir sem hafa áhuga á að mæta á æfingar til að hlusta og njóta eru einnig velkomnir.

Kóræfing Korpusystkin.

Kóræfing Korpusystkin.

Borðhald hjá kór Korpúlfa Korpusystkin.

Borðhald hjá kór Korpúlfa Korpusystkin.

Söngstund

Söngstund 3. miðvikudag í mánuði kl.13:00