Hugleiðsla og yoga, Gönguhópar Korpúlfa, Dansleikfimi í Borgum, Boccia í Borgum, Leikfimi í Egilshöll, Línudans í Borgum, Sundleikfimi Korpúlfa, Keila í Egilshöll, Korpúlfapútt, Qigong, Styrktar og jafnvægisleikfimi, Skák og Pílukast í Borgum
Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.
Yoga og hugleiðsla er tvisvar í viku í Borgum kl. 8:30 klukkutíma í senn, mánudaga og föstudaga, Mjúkar teygjur sitjandi og standandi í 30. mín. síðan leidd hugleiðsla í 30. mín. Mjög gott fyrir líkama og sál. Mánaðargjaldið er 10.000 kr. á mánuði og kaffispjall á eftir í góðum vinahópi. Leiðbeinandi er Ingibjörg Friðbertsdóttir.
Gönguhópar Korpúlfa eru þrisvar í viku mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10:00 Gengið frá Borgum og inni í Egilhsöll alla dagana og á mánudögum er einnig gengið frá Grafarvogskirkju. Boðið er upp á tvo styrkleikahópa og göngulengd þannig að allir ættu að finna gönguhraða og hóp sem hentar. Í hálku á veturnar er lögð áhersla á að ganga á upphituðum göngustígum eða inni í Egilshöll. Göngutími er í kringum klukkustund og boðið upp á kaffispjall á eftir. Þá er boðið upp á göngustafanámskeið reglulega sem er auglýst sérstaklega. Allir hjartanlega velkomnir í gönguhóp Korpúlfa.
Spilað er vikulega Boccia í Borgum í um það bil klukkustund þriðjudaga kl. 10:00. Ekkert þátttökugjald og umsjónarmaður er Hjördís Alfreðsdóttir. Bocciahópur Korpúlfa bíður alla hjartanlega velkomna með í hópinn.
Í fimleikasal Egilshallar í samvinnu við Fjölni bjóða Korpúlfar upp á mjög góða og vinsæla leikfimistíma þriðjudaga og fimmtudaga. Margrét Eiríksdóttir er kennari þriðjudaga og er með tvo hópa kl. 9:30 og aftur kl. 11:00. Ársæll Guðjónsson er kennari fimmtudaga kl. 11:00. Ársæll og Margrét bjóða upp á þessa dýrmætu leikfimistíma í sjálfboðaliðastarfi og því ekkert þátttökugjald. Á eftir er síðan kaffispjall í kaffistofu Fjölnis í Egilshöll. Leikfimishópar Korpúlfa í Egilshöll hafa í tvígang tekið þátt í vorsýningu fimleikadeildar Fjölnis og bjóða alla nýja þátttakendur velkomna.
Línudans kl. 13:00 alla þriðjudaga í Borgum. Kennari er Guðrún Sveinsdóttir, enginn þátttökuskráning, aðeins mæta og þátttökugjald 500 greiðist beint til Guðrúnar. Kenndir eru allir vinsælustu dansarnir undir skemmtilegri danstónlist. Allir velkomnir, einnig þeir sem vilja koma og horfa á og þannig njóta dansgleðinnar.
Sundleikfimi Korpúlfa í boði ÍTR., þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00 í Grafarvogssundlaug. Kennari er Brynjólfur Björnsson brynjolfurb@gmail.com og kaffispjall á eftir í móttökusal sundlaugarinnar. Sundleikfimin fer fram í innisundlauginni og allir velkomnir.
Korpúlfar spila keilu í Egilshöll annan hvern miðvikudag kl. 10:00 yfir vetrarmánuðina. Þátttökugjald er 750.- spilaðir eru tveir leikir og boðið upp á kaffi á eftir. Keiluhöllin opnar sérstaklega fyrir Korpúlfana á þessum tíma og allir eru hjartanlega velkomnir. Umsjónarmenn Korpúlfakeilu eru Hjördís Alfreðsdóttir og Ráðhildur Sigurðardóttir.
Korpúlfar pútta á Korpúlfsstöðum annan hvern fimmtudag kl. 10:00. Helga Agatha Einarsdóttir er umsjónarmaður og púttað er í inniaðstöðu GR 2.hæð i aðstöðu golfklúbbsins á Korpúlfsstöðum. Spilaðar eru nokkrar umferðir og síðan kaffispjall á eftir í aðstöðu Korpúlfa á Korpúlfsstöðum og allt að kostnaðarlausu. Stundum hafa Korpúlfar púttað á púttvellinum við Korpúlfsstaði og á sumrin púttvellinum við Eirborgir. Haldið hefur verið eitt velheppnað púttmót á vegum Korpúlfa. Allir hjartanlega velkomnir í Korpúlfapútt.
Qigong með Þóru Halldórsdóttir er einu sinni í viku kl. 16:30 í Borgum. Þóra hefur verið leiðbeinandi með afar vinsælan Qigong hóp Korpúlfa í 10 ár. Hún bíður nýja þátttakendur hjartanlega velkomna í fría prufutíma en þátttökugjald er 500.- hvert skipti. Æfingatími er um það bil klukkustund og endar með slökun og hugleiðslustund.
Styrktar og jafnvægisleikfimi með sjúkraþjálfara Fimmtudagsmorgna er boðið upp á styrktar og jafnvægisleikfimi með sjúkraþjálfara í Borgum. Tvö námskeið í boði, kl. 10:15 fimmtudaga og kl. 11:00 fimmtudaga hver tími er 45 mín. Rannsóknir hafa sýnt að jafnvægis og styrktarþjálfun auki gönguhraða og minnki líkur á byltum og að regluleg hreyfing hægir á áhrifum öldrunnar og hjálpar fólki til að viðhalda getu til að vera sjálfbjarga í daglegu lífi. Í tímunum er markvisst unnið af því að styrkja vöðvahópa og bæta hreyfi- og stöðujafnvægi með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum. Uppbygging tímanna er þannig að í fyrstu er farið í upphitun þar sem lögð er áhersla á að hita upp helstu vöðvahópa, síðan er farið í fjölbreyttar styrktar og jafnvægisæfingar og vöðvateygjur í lokin. Leikfimin er í samstarfi við Hæfi sjúkraþjálfun í Egilshöll og kennarar eru sjúkraþjálfararnir Orri Gunnarsson, Sigurður Jón Sveinsson og Kristinn Ólafsson sem veita allar nánari upplýsingar um verð og þátttöku sjúkratrygginga. En þátttakendur þurfa að skila inn beiðni um sjúkraþjálfun. Allir hjartanlega velkomnir.
©2022 Korpúlfar - Spönginni 43, 112 Reykjavík - Vefstjóri Snæbjörn Kristjánsson