Heimsókn forseta Íslands

Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 komu forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid í opinbera heimsókn í Borgir, ásamt borgarstjórahjónunum Degi B. Eggertssyni og Örnu Dögg Einarsdóttir og fylgdarliði, en borgarstjóri skipulagði heimsóknina. Þau borðuðu hádegisverð í Borgum dýrindis saltfisk með tilheyrandi og á meðan á borðhaldinu stóð kynnti Birna Róbertsdóttir og Theodór Blöndal formaður Korpúlfa fyrir þeim starfsemina í Borgum og svöruðu fyrirspurnum frá gestum. Dagur B. Eggertsson tók einnig til máls og sagði frá jákvæðri reynslu sinni af Korpúlfum og félagslegri virkni þeirra.

Ómar Ragnarsson heilsaði upp á hina tignu gesti og fór með frumsamda vísu fyrir þau. 

 

Dagurinn byrjar á Degi, 

degi hins lífsreynda manns,

sólskini á láði og legi, 

í lífi forsetans. 

 

Eftir góða máltíð og kaffisopa, voru Korpusystkin sönghópur

Korpúlfa búin að stilla sér upp inni í sal og sungu fyrir þau þrjú

lög undir stjórn Helga Hannessonar. Fengu mikið lófaklapp. 

 

Síðan var gengið með forseta og borgarstjórahjónum  um húsið

og þau heilsuðu m.a. upp á skákhóp Korpúlfa og gáfu sér góðan

tíma til að spjalla við fleiri gesti sem voru mætt í Borgir til að

fagna heimsókn þeirra. 

 

Þann 1. desember 2023 barst okkur síðan hugljúft

þakkarbréf frá Bessastöðum.

 

Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í að skipuleggja yndislega

heimsókn og öllum þátttakendum fyrir ánægjulegan dag. 

 

Birna Róbertsdóttir. 

23112201_forsheimsokn_1406
23112201_forsheimsokn_1386
23112201_forsheimsokn_1317
23112201_forsheimsokn_1381
23112201_forsheimsokn_1325
23112201_forsheimsokn_1384
23112201_forsheimsokn_1401
23112201_forsheimsokn_1343
23112201_forsheimsokn_1360
23112201_forsheimsokn_1337
23112201_forsheimsokn_1333
23112201_forsheimsokn_1369
23112201_forsheimsokn_1392
23112201_forsheimsokn_1353
23112201_forsheimsokn_1407