Félagsvist Korpúlfa, Spil og kaplar, Bingó og Bridge
Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.
Félagsvist er afar vinsæl og spilað á mörgum borðum vikulega allan ársins hring í Borgum, mánudaga kl. 12:30 og allir velkomnir. Skemmtinefnd Korpúlfa heldur utan um félagsvistina og þátttökugjald er 200 kr. hvert skipti sem rennur í verðlaun sem afhend eru við næstu félagsvist þar á eftir. Verðlaun fyrir efstu konu, efsta karl og þann sem situr lengst við sama borð. Úrslit í félagsvist birtast á facebook síðu Korpúlfa.
Spilað er Bridge í Borgum alla föstudaga frá kl. 12:30 og greitt er 500 kr. þátttökugjald. Umsjónarmaður Bridgehóp Korpúlfa er Þórir Sigurbjörnsson s: 869-2524 sem veitir allar nánari upplýsingar. Keppnisstjóri er Þórður Ingólfsson. Þá hafa Korpúlfar boðið upp á Bridgenámskeið sem hafa verið vel sótt. Allir hjartanlega velkomnir í hópinn með eða án meðspilara.
Hér fyrir neðan er linkur á heimasíðuna hjá Bridgesambandinu, þar sem meðal annars er hægt að sjá úrslit móta.
©2022 Korpúlfar - Spönginni 43, 112 Reykjavík - Vefstjóri Snæbjörn Kristjánsson