Ársskýrslur Korpúlfa

Ársskýrsla Korpúlfa starfsárið 2023.


Félag eldri borgara í Grafarvogi.      

Aðalfundur Korpúlfa 2023 var haldinn í Borgum 22.febrúar 2023. Á fundinum voru eftirtaldir kosnir í stjórn félagsins. Formaður Theodór Blöndal. Aðrir í stjórn : Amalía Pálsdóttir, Guðný Sigfúsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Haraldur Sumarliðason og varamaður í stjórn Jóna Hallgrímsdóttir.

Í fræðslunefnd : Guðný Þorvaldsdóttir, Guðmunda Ingibergsdóttir og Steinunn S. Gísladóttir.

Í menningarnefnd : Ingibjörg Óskarsdóttir, Ísidór Hermannsson og Þórdís T. Þórarinsdóttir.

Í ferðanefnd : Egill Sigurðsson, Ingi Sæmundsson og Sigmundur Stefánsson.

Í skemmtinefnd : Gísli Ágústsson, Hildur Jónsdóttir, Kolbrún Stefánsdóttir, Kristín María Eggertsdóttir og Sigurmundur Haraldsson.                                                                      Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Jóhannes Óli Garðarsson og Steinn Lundholm.


Á árinu voru haldnir tíu sameiginlegir stjórnar og nefndarfundir og níu stjórnarfundir. Auk margvíslegra undirbúnings og skipulagsfunda. Félagsfundir Korpúlfa með metnaðarfullri dagskrá voru alls sjö á árinu og mjög vel sóttir. Meðal gesta á fundinum voru Benedikt Jóhannesson,  Kristján Gíslason Hringfari, Ingibjörg Sverrisdóttir formaður félags eldri borgara Reykjavíkur og nágrennis, Berglind Magnúsdóttir sérfræðingur hjá Félagsmálaráðuneytinu,  næringafræðingur, Jón Snædal læknir, fulltrúar frá Fjölni, mæðgurnar Jóna Svandís og Sara Lovísa,  sr. Örn Bárður, Helgi Pétursson formaður landssambands eldri borgara leikskólabörn frá Fífuborg, grunnskólabörn frá Engjaskóla, Sólveig Helga Sigfúsdóttir hjúkrunarfræðingur og margir Korpúlfar hafa lagt til atriði á félagsfundunum.


Fjölmenn kynningarhátíð var haldin 6. september í Borgum, með Erni Árnasyni sem leynigest.  Þá hafa margir fleiri heiðrað okkur með nærveru sinni í  Borgum  á árinu s.s. kór Borgarholtsskóla ásamt þýskum nemendum, Bjarni Hall söngvari, leikarar Þjóðleikhússins með jólasýningu í desember, haldnar tónlistarveislur og þá komu ýmsir tónlistarmenn á vegum Elísabetar Halldóru og tóku þátt í  samsöng Korpúlfa. Nemendur H.Í. í félags og tómstundafræði komu í heimsókn með skemmtilega upprifjun frá árinu 1962 í tali og tónum. Sunna Dögg var með ferðasögukynningu og spurningakeppni.

Ennfremur var haldinn vegleg afmælisveisla í Borgum 12. apríl 2023 þegar Korpúlfar fögnuðu 25 ára afmæli sínu. Birna var boðuð í útvarpsviðtal hjá morgunþætti RUV. og skólahljómsveit Grafarvogs blés inn hátíðina. Húsið fylltist af 350 gestum, sem nutu vel afmælisdagskrár og góðra veitinga m.a. voru bakaðar mörg hundruð pönnukökur af félagsmönnum. Korpusystkin sungu og söngstjórinn Helgi Hannesson skemmti með söng,  Davíð Ingi Ragnarsson  bassasöngvari tók nokkur lög, Vigdís Hafliðadóttir  var með uppistand, dansatriði og fleira gaman. Korpúlfar heiðruðu Brynju Róbertsdóttur fyrir starf sitt í þágu félagsmanna og fyrir að vera eins og hún er. Þeir færðu henni fallegt listaverk, fagurlega skorið út úr trjábol af íslensku birkitrté af Gylfa Theodórssyni. Verkið heitir Faðmlag

Theodór Blöndal formaður Korpúlfa var veislustjóri og auk hans tóku til máls, félagsmálaráðherra, borgarstjóri, rektor Borgarholtsskóla og sóknarprestur Grafarvogskirkju.

1. nóvember 2023 fengum við í heimsókn forseta íslands Guðna Th. Jóhannessyni og Elísu Reed, ásamt borgarstjórahjónunum Degi B. Eggertssyni og Örnu Dögg Einarsdóttir, í Borgir. Sönghópur Korpúlfa undir stjórn Helga Hannessonar söng fyrir gestina eftir að þau höfðu snætt hádegisverð og heilsað upp á gesti.

Sönghópur Korpúlfa, Korpusystkin hafa dafnað vel og stækkað  á árinu undir stjórn Helga. Sungið á öllum félagsfundum Korpúlfa og voru með glæsilega vortónleika í Borgum 23. maí. Auk þess fóru þau og sungu á dagdeildinni á Vesturgötu og á Grensásdeild í desember.

Starfsskrá Korpúlfa árið 2023 hefur aldrei verið jafn þéttsetin og fjölbreytt með metaðsókn í langflesta viðburði. Það sem boðið var upp á nýtt var enskukennsla með Margréti, Canasta spilamennska í umsjón Halldóru, jóga með Gyðu, Frísk í Fjölni, skákæfingar fyrir byrjendur og harmonikkuball með ömmu og afa. Einnig voru ýmis ný námskeið með leiðbeinendum s.s. skyndihjálpanámskeið 8.nóv.og föndrað úr gömlum bókum í október.

Allt skapandi starf hefur einnig verið í blóma, fjölgaði verulega í  postulínsmálun hjá Erlu og myndlistarhóp Korpúlfa. Þau héldu sína fyrstu samsýningu á bókasafninu í Spöng 28. janúar til 25. febrúar 2023 undir stjórn Péturs Halldórssonar. Formaður Korpúlfa opnaði myndlistasýninguna Korpusystkin sungu og  metaðsókn var á bóksafnið þennan dag. Prjónað til góðs og hannyrðahópurinn hafa verið vikulega i umsjón Eyglóar Höllu. Tréskurðadeild Korpúlfa á Korpúlfsstöðum gekk vel á árinu undir stjórn Davíðs, Gylfa og Magnúsar Helga. Þau tóku þátt í sölu og handverksýningu Korpúlfa og einnig samsýningu á Korpúlfsstöðum með öðrum listamönnum. Einnig hefur fjölgað bæði í vikulegri félagsvist í umsjón skemmtinefndar og Bridge í umsjón Þóris, Ástu og Þórðar og skákhópi Korpúlfa í umsjónar Hlyns Smára. Vikulegur spjallhóp hittist allt árið.  

 Margar skemmtilegar söngdagskrár hafa verið í boði á árinu í Borgum og afar vel sóttar s.s. textarnir hans Ómars Ragnarssonar í umsjón Elísabetar Halldóru. Haldið var ferðakynningar kvöld í 23. maí í Borgum og Björgvin Valdimarsson hélt tónleika 26. maí.   Þá fóru  100 Korpúlfar á opna æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands 5. janúar 2023 í Hörpu,  einnig fór hópur félagsmanna  laugardagskvöldið 11 mars á tónleika tileinkaða dægurlagaperlum Hauks Morthens, 26 febrúar á tónleika með Erni Árnasyni og í október á tónleika tileinkaða Helenu Eyjólfsdóttir, allt í Salnum í Kópavogi.  


Fjölgað hefur í öllum hópum heilsueflingar  Korpúlfa m.a. í gönguhópunum, leikfimishópum Margrétar í Egilshöll, sundleikfimi, pílukasti með Eggert, Boccia og Keilu í Egilshöll í umsjón Hjördísar, púttinu með Helgu,  Qigong með Þóru, línudansi með Siggu, styrktarleikfimi með sjúkraþjálfurum og hefur þurft að bregðast við með því að bæta við fleiri hópum, hafa hreyfinguna oftar eða bæta við hámarksfjölda.

Þá var sölu og handverksýning Korpúlfa haldinn í Borgum 12. nóvember, skemmtinefndin stóð fyrir Kúrekakvöldi 12. október.


Samvinnuverkefni Korpúlfa og Grafarvogskirkju var jólastund 5. des. í Grafarvogskirkju. Guðrún Guðjónsdóttir ásamt Foldaborg stóðu fyrir kynslóðir saman á jólaballi í Borgum 12. des. Vel heppnaður Vestfjarðardagur í umsjón Amalíu Pálsdóttur var haldinn 4.okt. með góðri dagskrá og fræðsluerindum frá Vestfirðingum. Ísfirsku systkinin Elín og Hallór Smárabörn enduðu með söngdagskrá með vestfirskum lögum.


Menningarnefnd Korpúlfa stóð fyrir menningartengdum viðburðum alla fimmtudaga níu  mánuði ársins, þar komu m.a. fram rithöfundarnir, Margrét Júlí Rafnsdóttir, Ingólfur Sverrisson,  Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Hjálmar Jónsson og Einar Már Guðmundsson. Farið var á Kjarvalsstaði á sýninguna Rauðir þræðir eftir Hildi Hákonardóttir sem tók á móti hópnum, Farið á Korpúlfsstaði til Magdalenu Kjartansdóttir og einnig var  tréskurðardeild Korpúlfa heimsótt. Farið var á Hvalasafnið og 55 Korpúlfar fóru í Borgarleikhúsið að sjá Deleríum Búbónis. Haldið var fjörugt Hagyrðingamót Korpúlfa 9. nóv. undir stjórn Ragnars Inga með hagyrðingunum Þorsteini Þorsteinssyni, Steini Lundholm, Ómari Ragnarssyni og Sigurlínu Davíðsdóttir,  Leifur Reynisson hélt fjórar ljósmyndasýningar fyrir Korpúlfa. Ársæll Guðjónsson las skemmtisögur, Skúli Bragi Geirdal var með erindi um netöryggi og það fjölgaði í bókmenntahópnum sem kom saman mánaðarlega.  

Haldnir voru tveir hreinsunardagar á árinu sá seinni 16 júní þegar fegrað var í kringum Borgir með góðri þátttöku félagsmanna. Þá voru haldnar tvær tískusýningar með Logy 26. Apríl og 1. des. í Borgum.

Ferðanefnd Korpúlfa bauð upp á margar spennandi ferðir á árinu, ferð  á Suðurnes 31.maí, tveggja daga ferð til Akureyrar og Siglufjarðar 20 apríl svo og sameiginlegt verkefni ferða og menningarnefndar Ásgrímsleiðin 7. júní. Einnig var farin dagsferð í Dalina 16. ágúst og í haustlitaferð á Þingvelli 27. september. Stór hópur Korpúlfa fór í ferð til Suður-Englands 9.júní og  44 Korpúlfar fóru í haustferð til Katalóníu í september, 54 ferðafélagar fóru í aðventuferð til Riga í lok nóvember. 

Stjórn félagsins ákvað að láta endurhanna merki félagsins og var Pétur Halldórsson myndlistamaður fengin til verksins og einnig var þá hannaður nýr félagsfáni og Hrafnkell Sigurjónsson skipaður fánastjóri. Samhliða fengu Korpúlfar að gjöf nýjar límmerkingar á gler við skrifstofu og listasmiðju Korpúlfa.

Fyrir hönd stjórnar þakka ég öllum stjórnar og nefndarmönnum ásamt starfsliði Borgar fyrir samstarfið á liðnu ári og félagsmönnum fyrir að sækja vel alla viðburði og ekki síst þeim fjölmörgu sem hafa unnið ötullega að láta þá gerast.

Það hefur ekki farið fram hjá okkur að starf Korpúlfa er til fyrirmyndar og eftir því tekið, jafnvel út fyrir landsteinana. Kjörorð okkar gætu hæglega verið.

Engin vandamál bara lausnir

 

 

Reykjavík 20.febrúar 2024

Birna og Theodór.


Ársskýrsla Korpúlfa starfsárið 2022.


   Aðalfundur Korpúlfa var haldinn í Borgum 30.mars 2022, með hefðbundnu sniði.


  Á fundinum voru eftirtaldir kosnir í stjórn Korpúlfa. Formaður til tveggja ára Theodór Blöndal. Aðrir í stjórn til eins árs Kolbrún Stefánsdóttir, Haraldur Sumarliðason, Guðný Sigfúsdóttir, Amalía Pálsdóttir og Jóna Hallgrímsdóttir varamaður. 

Í fræðslunefnd voru kjörnir Guðmunda Ingibergsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir og Steinunn S. Gísladóttir.

Menningarnefnd : Ísidór Hermannsson, Ingibjörg Óskarsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir.      Ferðanefnd : Sigmundur Stefánsson, Egill Sigurðsson og Ingi Sæmundsson.

Skemmtinefnd: Einar Magnús Sigurbjörnsson, Ágúst Ingi Ágústsson, Hildur Jónsdóttir, Kristín María Eggertsdóttir og Sigurmundur Haraldsson.


  Skoðunarmenn reikningar voru Jóhannes Óli Garðarsson og Steinn Lundholm.


  Tíu sameiginlegir stjórnar og nefndarfundir voru haldnir á árinu og jafnmargir stjórnarfundir. Auk ýmissa skipulagsfunda og nefndarfunda.

Félagsfundir Korpúlfa voru 5 á árinu og margir góðir gestir heiðruðu okkur með nærveru sinni m.a.   Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara, Guðrún Halla frá Austurmiðstöð, Fjölnismenn, Fríða Rún næringarfræðingur, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Guðrún Karls Helgudóttir, leikskólabörn frá Fífuborg, Jón Snædal og Félagsfundirnir voru afar vel sóttir og boðið var upp á áhugaverða dagskrá og hinir ýmsu fundarstjórar úr röðum félagsmanna.

Korpúlfa þysti í félagsstarf og gleði eftir langt og strangt covidferli þar sem sóttvarnareglur runnu sitt skeið í lok janúar 2022.

  Námskeiðin hófust síðan hvert að öðru, en fastar dagsetning í starfsskrá Korpúlfa yfir stóra viðburði voru ekki til staðar eins og áður hefur verið gert vegna ástandsins í þjóðfélaginu, heldur auglýst jafnóðum. Fyrirhugað var þorrablót í lok janúar sem varð að aflýsa vegna fjöldatakmarkana en gleðihátíð Korpúlfa 24. mars í Borgum með Örn Árnason sem veislustjóra var mjög vel heppnuð. Í framhaldinu fjölmenntu Korpúlfar  á sýningu Arnars í Þjóðleikhúskjallaranum 7. apríl.

  13. apríl 2022 bauð leiklistahópur Korpúlfa upp á leiklestur í Borgum á gamanleikritinu Maður í mislitum sokkum í leikstjórn Sigurðar Skúlasonar leikara.

  Þá var vel sótt kynningahátíð 7. september þar sem allir umsjónarmenn félagsstarfsins kynntu sín námskeiða og verkefni. Bjartmar Guðlaugsson og félagar voru síðan leynigestir.  

Margvísleg námskeið voru í boði starfsárið 2022 og vel sótt, stundum mynduðust biðlista en unnið hefur verið að því markvisst að eyða biðlistum meðal annars með því að fjölga viðburðum eða tvöfalda námskeið s.s. í styrktarleikfimi og hjá leikfimishóp Korpúlfa í Egilshöll.  

  Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu hefur verið tvisvar í viku, dansleikfimi með Auði Hörpu vikulega, harmonikkuball með ömmu og afa í umsjón Guðrúnar Guðjónsdóttir haldið þrisvar á árinu.

  Prjónað til góðs og hannyrðahópur vikulega í Borgum í umsjón Eyglóar Höllu. Línudans með Guðrúnu vikulega á haustönn, listmálun með Pétri vikulega í Borgum og félagsvist Korpúlfa í umsjón skemmtinefndar  allt árið í Borgum.

  Helgistundir vikulega í umsjón Grafarvogskirkju og glerlist vikulega á haustönn í umsjón Hólmfríðar og glerlistanámskeið með Erlu vikulega á vorönn. Tveir hópar í styrktar og jafnvægisleikfimi vikulega með sjúkraþjálfurum í Borgum og þrír leikfimishópar Korpúlfa í Egilshöll vikulega yfir vetrarmánuðina í umsjón Margrétar og Ársælls. Einnig hafa gönguhópar Korpúlfa þrisvar í viku verið öflugir allt árið, bæði gengið frá Borgum, inni í Egilshöll og vikulega frá Grafarvogskirkju.


  Á Korpúlfsstöðum hefur tréskurðadeild Korpúlfa verið starfsrækt yfir veturinn 2022 þrisvar í viku í umsjón Davíðs og Gylfa. Einnig er á Korpúlfsstöðum pútt Korpúlfa tvisvar í mánuði í umsjón Helgu Agöthu.


  Bridgehópur Korpúlfa spilar vikulega í Borgum í umsjón Ástu, Þóris og Þórðar og skákhópur vikulega allt árið í umsjón Hlyns Smára. Spjallhópur Ástu hittist vikulega í Borgum og sundleikfimi með Brynjólfi tvo daga í viku í Grafarvogssundlaug.

  Pílukast er á hverjum föstudegi í Borgum í umsjón Eggerts og einnig Boccia vikulega í umsjón Dísu og Steina. Hjördís hefur einnig haldið utan um keilu Korpúlfa í Egilshöll hálfsmánaðarlega.

Qigong með þóru vikulega í Borgum og Korpúlfabingó mánaðarlega í umsjón skemmtinefndar Korpúlfa.

  Elísabet Halldóra  hefur verið með hópsöng mánaðarlega í Borgum og Jóna, Jóhann, Davíð og Nikulás Friðrik hafa einnig aðstoðað við harmonikkuspil.


  Boðið hefur verið upp á tölvufærninámskeið með Huginn vikulega í Borgum.


  Þá hefur menningarnefnd Korpúlfa staðið fyrir vikulegri dagskrá alla fimmtudaga yfir veturinn, bókmenntahópur vikulega og ýmsir góðir gestir heiðrað okkur með kynningar og gleði. M.a. Ómar Ragnarsson, Baldur Hafstad með Íslendingasagnanámskeið, Jóhanna Þorvaldsdóttir frásögn um Afríku, Sóley Dröfn Davíðsdóttir með erindi um kvíða, Bjarni Harðarson, Hallgrímur Helgason.


  Á vordögum 17 maí voru haldnir í fyrsta sinn tónleikar kórs Korpúlfa Korpusystkin og um leið var verið að kveðja Kristínu sem söngstjóra. einar Örn Magnússon var einsöngvari með kórnum. Haustið 2022 var samið við Helga Hannesson að taka við kórstjórn kórsins og gengið vel.


  Boðið var upp á tískusýningu og sölu frá Logy 7. apríl í Borgum og Korpúlfa voru með árlegan hreinsunarátaksdag 27. maí 2022. 23. ágúst var Leifur Reynisson með sýningu í Borgum á gömlum ljósmyndum og fræðslu um þær.


  Þá var í fyrsta sinn haldið Hagyrðingamót í Borgum 17. febrúar með þátttöku Korpúlfa undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar.


  Fræðslunefnd Korpúlfa stóðu fyrir sölu og handverksýningu Korpúlfa 28. maí og aftur 12. nóv. 2022 í Borgum.


  Ferðanefnd Korpúlfa stóð fyrir ferð í Þjórsárdalinn 21. júní með Sigmund Stefánsson sem fararstjóra. 18. júlí var farið í Flóaferð Korpúlfa.

En haustferð Korpúlfa til Siglufjarðar sem vera átti í október var frestað vegna veðurs. Tæplega 50 Korpúlfar fóru í ferð á slóðir Auðar Djúpuðgu í Skotlandi 6 til 13 maí 2022.  

Önnur utanlandsferð Korpúlfa var til Þýskalands/Austurríkis og Tékklands í lok júlí með Emil Erni sem fararstjóra. Einnig fóru Korpúlfar í heimsókn í alþingishúsið og ráðhúsið 21. sept. 2022.


 Jólahlaðborð Korpúlfa í umsjón skemmtinefndar Korpúlfa var haldið 2. desember í Borgum

 Þann 7. des. var jólabingóið og þar með endaði dagskráinn árið 2022


  Ég vil þakka öllum starfsmönnum í Borgum, umsjómamönnum og þátttakendum viðburða fyrir árið sem leið og óska að nýbyrjað ár verði ekki síðra.


  Að lokum þakka ég stjórn og nefndum þeirra framlag til félagslífsins.

 

  Theodór Blöndal formaður Korpúlfa.