Handverk

Tréútskurður á Korpúlfsstöðum, Prjónað, Listmálun, Postulínmálun/glerlist og Hannyrðahópur Korpúlfa

Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Tréútskurður á Korpúlfsstöðum

Korpúlfar eru með útibú á Korpúlfsstöðum þar sem er tréútskurðardeild, með frábæra aðstöðu, sem starfar þrjá daga í viku yfir vetramánuðina. Gylfi Theodórsson er umsjónarmaður mánudaga frá 13:00 til 16:00. Davíð Guðbjartsson er umsjónarmaður fimmtudaga og föstudaga kl. 13:00 til 16:00. Tréútskurðadeild Korpúlfa hefur tekið þátt í sölu og handverksýningu Korpúlfa tvisvar á ári í Borgum og einnig verið boðið að vera með í opnum húsum á Korpúlfsstöðum. Þátttökugjald er 500 og kaffisjóður 500 en boðið er upp á kaffi og meðlæti alla dagana. Tekið er fagnandi á móti nýjum félögum í tréútskurð á Korpúlfsstöðum þar sem byggt hefur verið upp skapandi og hlýlegt umhverfi.

Tréútskurður á Korpúlfsstöðum þrjá daga í viku.

Tréútskurður á Korpúlfsstöðum þrjá daga í viku.

Prjónað

Prjónað til góðs í Borgum á mánudögum kl 13:00

Listmálun

Alla þriðjudaga kl. 09:00 í Borgum er boðið upp á leiðbeiningar í listmálun í umsjón Péturs Halldórssonar myndlistarmanns. Nemendur mæta með sín gögn til teikninga og listmálunar. Fá síðan aðstoð eftir þörfum og skapast hefur í listasmiðjunni, mjög skemmtilegt skapandi andrúmsloft. Myndlistahópur Korpúlfa hefur tekið þátt í sölu og handverksýningu Korpúlfa í Borgum og stefna á samsýningu 2023. Þátttökugjald er 500 hvert skipti og allir hjartanlega velkomnir í myndlistarhópinn.

Myndlistahópur Korpúlfa í Borgum.

Myndlistahópur Korpúlfa í Borgum.

Postulínmálun/glerlist

Postulínsmálun og glerlist á miðvikudögum kl. 9:00

Postulínsmálun í Borgum.

Postulínsmálun í Borgum.

Hannyrðahópur Korpúlfa

Hannyrðahópur Korpúlfa hittist alla föstudaga í listasmiðjunni í Borgum kl. 12:30 og fram eftir degi. Eygló Halla Ingvadóttir hefur verið umsjónarmaður hópsins frá upphafi, ekkert þátttökugjald og allir mæta með sína handavinnu eða til að njóta félagsskapar. Lögð er áhersla á ljúfa samveru, þátttakendur skiptast á uppskriftum eða aðstoð og síðan eru stuttar leikfimisæfingar hluti af samverunni. Skapast hefur hlýlegt andrúmsloft í hópnum og alltaf góð aðsókn, þá er vinsælt að taka hlé og njóta saman vöfflukaffisins sem er fastur liður á föstudögum í Borgum yfir vetrarmánuðina. Tekið er fagnandi á móti fleirum í þessa gleðilegu föstudagssamveru í Borgum.

Sölu og handverksýningar Korpúlfa haldnar tvisvar á ári í Borgum.

Sölu og handverksýningar Korpúlfa haldnar tvisvar á ári í Borgum.