Leiklist Korpúlfa.
Í janúar 2020 var boðað til stofnfundar leiklistahóps Korpúlfa í Borgum. Tæplega 40 manns mættu á stofnfundinn og mikill áhugi fyrir að bjóða upp á leikræna tjáningu og leiklist meðal Korpúlfa.
Í Borgum hafa verið settar upp nokkrar ljóðaveislur, undir leiðsögn Sigurðar Skúlasonar leikara. Þá hafa verið tekin fyrir þjóðþekkt skáld og ljóð þeirra gerð góð skil. Það hafa verið m.a. Einar Benediktsson, ljóð íslenskra kvenna og Skálda Rósa. Einnig hafa Korpúlfar undir handleiðslu Sigurðar Skúlasonar lesið Passíusálmana í Grafarvogskirkju á föstudaginn langa.
Árið 2022 var flutt leikverkið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman sem leiklestur en í leikstjórn Sigurðar Skúlasonar leikara.
Þann 17 maí 2024 stóð Minningaleikhúsið fyrir leiksýningu í samstarfið við leikhóp Korpúlfa og Borgir. Sýning byggð á endurminningum, Í rúmi og tíma í leikstjórn Andreu Katrínar Guðmundsdóttir. Leiksýningin er afrakstur námskeiðs í endurminningaleikhúsi sem meðlimir í leiklistarhópi Korpúlfa hafa sótt í fjóra mánuði. Þar var tvinnuð saman minningavinna og leiklistarþjálfun. Sérhver manneskja býr yfir fjársjóði, aragrúa minninga og sagna úr eigin lífi. Með sviðsetningu þeirra er minningum eldri borgara gefið vægi og áhorfendum þannig veitt innsýn í líf þess er minninguna geymir. Sönghópur Korpúlfa tók einnig þátt í sýningunni undir stjórn Helga Hannessonar söngstjóra. Þannig að leiksýningin bauð upp á leik, tónlist, dans, myndasýningu og söng. Frumsýning var á 10 ára afmælishátíð Borga 17 maí 2024. Sýningunni var mjög vel tekið og sýnd fyrir fullu húsi. (Meðfylgjandi myndir frá leiksýningunni Í tíma og rúmi ).
Birna 2024.
©2022 Korpúlfar - Spönginni 43, 112 Reykjavík - Vefstjóri Snæbjörn Kristjánsson