Fréttir 2025

Föstudagur 10. janúar 2025


Þorrablót aldarinnar og ein leiðrétting


Um leið og við óskum ykkur góðrar helgar er hér tilkynning frá Þorrablóts nefnd Korpúlfa sem allir hafa beðið eftir. 

 

Sjá auglýsingu í viðhengi og þátttökuskráning liggur frammi í Borgum. 

 

Síðan verða miðar afhendir með  greiðslu 16 jan. 17. jan. eða 20 janúar milli kl. 11:00 til 14:00 í Borgum.

Athugið greiða þarf með peningum. Hámark 130 manns. 

Miðaverð með öllu 10.000 krónur ( velkomið að taka með sér drykki, því þeir verða ekki seldir á staðnum) 

 

Takið því frá miðvikudagskvöldið 29 janúar, fögnum þorranum saman á  Þorrablót Korpúlfa í Borgum 

 

 Fyrir hönd Þorrablótsnefndar Korpúlfa. 

 

ps: Leiðrétt dagsetning  á myndasýningu Dagþórs Haraldssonar um Istanbúl og fleiri ferðamyndir, 

myndasýningin verður  í Borgum  næsta fimmtudag 16. janúar kl. 13:00 allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

 

Birna og Theodór formaður Korpúlfa  



Fimmtudagur 09. janúar 2025


Heil og sæl 

 

Fyrir hönd ferðanefndar:

 

Þökkum hina miklu ferðagleði Korpúlfa uppselt er í ferðina til Ítalíu og verið að athuga með að fjölga í þá ferð. 

 

Hér í viðhengi er síðan ferð Korpúlfa til Brussel 8. til 12. september 2025, einnig með ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar og Emil Kristjánsson fararstjóri

Farið verður í dagsferð til Brugge og í gönguferð um miðbæ Brussel. Endanlegt verð liggur ekki fyrir en er áætlað 209.500.-


Fljótlega verður lagður fram þátttökulisti í Borgum. 

 

Viljum einnig vekja athygli á viðburði fimmtudaginn 16. febrúar  kl. 13:00 á vegum menninganefndar Korpúlfa í Borgum. 

Myndasýning frá ferðum Dagþórs Haraldssonar til Istanbul og jafnvel einnig myndir frá gönguferð hans á Hvannadalshnúk. 

 

Minnum einnig á að félagsfundur Korpúlfa hefur verið færður til 22. janúar kl. 13:00 vegna Þorrablóts Korpúlfa sem verður haldið 29. janúar 2025.

 

Með hjartans kveðju 

Theodór og Birna.  


Fimmtudagur 09. janúar 2025


Áramótakveðja frá formanni


Kæru Korpúlfar.


Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegt nýtt ár með þakklæti fyrir árið sem nú hefur kvatt. Árið 2025 er gengið í garð og ótrúlegt að það séu 25 ár liðin frá aldamótum. Það að upplifa aldamót er er ekki sjálfsagt og flestir foreldrar okkar voru bæði fædd og kvöddu okkur á síðust öld, jafnvel afar og ömmur.

Korpúlfar félag eldriborgara í Grafarvogi hófu starfssemi sína árið 1998. Það hefur ávallt verið lögð áhersla á að starfsemin byggðist á frumkvæði og hugmyndum  félagsmanna og að við værum sjálfbær að mestu leyti og með stuðningi Reykjavíkurborgar hefur þetta tekist, eins og til var stofnað.

Það er meira að segja þannig að orðspor okkar hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi.

Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, sem er deildarstjóri skrifstofu öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og Korpúlfur, var fengin á liðnu sumri til að halda fyrirlestur um félagsmiðstöðvar aldraða á Íslandi á ráðstefnu um öldrunarmál, sem haldin var í Kaupmannahöfn, þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og víðar úr Evrópu voru samankomnir.

Hún byggði fyrirlestur sinn á tilurð og starfi Korpúlfa.

Það er skemmst frá því að segja, að fyrirlesturinn vakti gífurlega athygli og fór hann og umfjöllun sem fylgdi langt fram úr tímarammanum sem henni var gefinn.

Í framhaldi af þessu hafa starfsystkini Þórhildar frá Osló komið í heimsókn í Borgir og nú fyrir skömmu tjáði Þórhildur mér að sænskir og finnskir starfsmenn í þessum geira,  hefðu falast eftir upplýsingum frá Osló  um þetta „fyrirbrigði“ á Íslandi.

 

Á vordögum árið 2005 hóf Birna Róbertsdóttir að starfa fyrir Korpúlfa.

Það var einstök gæfa að fá hana til starfa. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hennar störf, það finnum við  Korpúlfar  alla daga, auk þess er hún lítið gefin fyrir að henni sé hælt, en lætur frekar verkin og viðmótið tala.

Á komandi vori eru 20 ár frá því Birna hóf að starfa með okkur. Af þessu tilefni samþykkti stjórn Korpúlfa einróma, að félagið mundi gefa Birnu jólagjöf og var „sendiboði“ fenginn til að afhenda henni jólapakka sem opnast skildi á aðfangadagskvöld

Í pakkanum var svohljóðandi bréf:

 

„Kæra Birna okkar

Korpúlfar hafa ákveðið að gefa þér jólagjöf þetta árið , til að sýna þér á táknrænan hátt hversu mikið við metum starfið þitt í þágu okkar síðastliðin 20 ár.

Jólagjöfin er ferð með Korpúlfum til norður Ítalíu dagana 4. til 11. maí 2025

Gleðileg jól

Frá Korpúlfum“

 

Með þakklæti fyrir gott og árangursríkt samstarf á liðnum árum


Theodór Blöndal, formaður.


Mánudagur 06. janúar 2025


Ferðanefnd Korpúlfa kynnir hér tvær utanlandsferðir sem farnar verða 2025 ef næg þátttaka fæst 😊. 

 

  1. Ferð til Norður Ítalíu 4. til 11. maí 2025. Dvalið verður í bænum Stresa við Maggiore vatnið og farið í fjórar skoðunarferðir. Með ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar, fararstjóri Emil Kristjánsson. Verð kr. 299.850.- ( í tveggja manna herbergi, með hálfu fæði/ hámark 38 manna hópur). Þátttökulisti hefur verið lagður fram í Borgum og þátttökuskráningu þarf að vera klár fyrir 1. febrúar 2025. Allar nánari upplýsingar og ferðalýsing meðfylgjandi þessum pósti í viðhengi (sjá ofar)  og mun einnig liggja frammi í Borgum.  Fyrstir koma fyrstir fá.  Sjá nánari upplýsingar hér.
  2. Einnig verður boðið upp á haustferð 26. september til 3. október 2025, á vegum Bændaferða,  Alparósir Austurríkis. Þá verður dvalið í litlum bæ,  Filzmoos og farið þaðan í fimm mislangar dagsferðir m.a. til Salzburg og með kláfi á Dachstein jökul. Endanlegt verð liggur ekki fyrir en verður líklega um kr. 300.000.-                                                                                                                                                                                  Nánar auglýst síðar. 

 

 

                                             GLEÐILEGT ferðaár með Korpúlfum 2025. 

Föstudagur 03. janúar 2025


Gleðilegt ár.


Hjartans óskir til allra Korpúlfa um heillaríkt komandi ár með góðri heilsu, gleði og töfrandi stundum. 

 

Stjórn og nefndir Korpúlfa eru strax farin að skipuleggja gleði og gaman ársins 2025.´

 

Vekjum athygli á :  😍

 

  • Korpúlfabingó á miðvikudaginn 8. janúar kl. 13:00 í Borgum 
  • Auður Harpa byrjar mánudaginn 13. janúar, jóga með Gyðu Dís 7. janúar, styrktar og jafnvægisleikfimi með strákunum okkar 9. janúar og  þóra með Qigong miðvikudaginn 15 janúar.  Flest annað  á dagskrá  Korpúlfa er nú þegar byrjað eftir jólafrí. 
    • Vöfflukaffið hófst á ný í dag, við mikinn fögnuð. 
    • Næsti félagsfundur Korpúlfa verður miðvikudaginn 22. janúar kl. 13:00
  • Þorrablótsnefnd Korpúlfa mun fljótlega leggja fram nánari upplýsingar um Þorrablót ársins sem verður miðvikudaginn 29. janúar 2025 í Borgum, minnum á að taka daginn  frá fyrir Þorrablótskvöld  sem enginn vill missa af. 

Margt fleira spennandi framunda sem gaman verður að segja frá við fyrsta tækifæri, 

með hlýjum nýársóskum. 

 

Theodór formaður Korpúlfa og Birna.