Föstudagur 25. apríl 2025
Félagsfundur 30 apríl 2025. Kveðjum veturinn og fögnum sumrinu saman.
Stjórn Korpúlfa boðar til gleðilegs félagsfundar næsta miðvikudag 30 apríl kl. 13:00 í Borgum.
Frá kl. 12:30 verður varpað upp myndum frá Kanadaferð Korpúlfa sem farin var 2017 teknar af Snorra Bjarnasyni.
Sérstakur gestur fundarins er Yngvi Björnsson með erindið Gervigreind og listin að læra.
Hann mun fjalla um ýmsar samfélagslegar áskoranir sem tilkoma slíkrar tækni hefur óhjákvæmilega í för með sér.
Þá munu Korpusystkin gleðja okkur með söng eins og þeim einum er lagið undir stjórn Helga Hannessonar.
Kl. 14:00 verður síðan slegið upp tónleikunum í Borgum Á ljúfum nótum. Tónlistarmennirnir Pálmar Ólason, Kristján Hermannsson og Grímur Sigurðsson ætla að heiðra okkur með tónlistarveislu og á efnisskránni verða mörg af vinsælustu perlum dægurlaga síðustu 50 ára.
Vekjum einnig athygli á eftirfarandi :
8. maí kl. 13:00 í Borgum. Guðjón Jensson kynnir bók sína, Löngu horfin spor. Njósnari nasista á Íslandi.
15. maí kl. 10:00 síðasta púttið á Korpúlfsstöðum fyrir sumarfrí.
16. maí kl. 13:00 síðasti dagur tréútskurðar á Korpúlfsstöðum fyrir sumarfrí.
22. maí starfsdagur starfsfólks Borgum og Hraunbæ, lokað á báðum starfsstöðum, nánar kynnt síðar.
23. maí Tónleikar Korpusystkina í Grafarvogskirkju, nánar kynnt síðar.
24. maí kl. 14:00. Opnunarhátíð myndlistarhóps Korpúlfa á bókasafninu í Spöng, nánar kynnt síðar.
Sumardagskrá verður síðan auglýst fljótlega.
Takk fyrir ánægjulegan vetur og gleðilegt sumar,
Theodór og Birna.
Föstudagur 11. apríl 2025
Heil og sæl
Næsta þriðjudag fellur niður leikfimi Korpúlfa í Egilshöll, þar sem salurinn er í notkun fyrir annað.
Í staðinn verður boðið upp á spennandi gönguferð þriðjudaginn 15 apríl kl. 10:00.
Safnast verður saman í einkabíla frá Borgum ekið í Grafarholt og gengið verður fyrir ofan Haukdælabraut,
göngustjórar verða Sigurður Jóhannsson og Margrét Eiríksdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.
Vegna frídaga fimmtudaga í apríl :
Verður styrktar og jafnvægisleikfimin færð yfir á miðvikudaga, 16., 23 og 30 apríl.
Canasta verður í boði miðvikudaginn 16. apríl í Borgum.
Með hjartans ósk um gleðilega páskahátíð.
Birna og Theodór.
Mánudagur 07. apríl 2025
Kæru Korpúlfar
Stórtónleikarnir sem vera áttu á morgun þriðjudaginn 8. apríl í Borgum,
frestast vegna veikinda.
Verður auglýst síðar hvenær þeir verða.
En minnum á páskabingó skemmtinefndar Korpúlfa kl. 13:00 miðvikudaginn 9. apríl í Borgum.
Bókmenntahóp á vegum menningarnefndar Korpúlfa fimmtudaginn 10. apríl kl. 13:00 í Borgum.
Með hjartans kveðju,
Theodór og Birna.
Miðvikudagur 02. apríl 2025
Dagskrá í Apríl 2025
viðbót við hefðbundna fasta starfsskrá.
Athugið að styrktar og jafnvægisleikfimi í Borgum færist yfir á miðvikudagsmorgna
16 apríl, 23 apríl og 30 apríl vegna frídaga fimmtudaga.
Þriðjudagur 25. mars 2025
Tónleikar í Borgum þriðjudaginn 8.apríl kl 13.00
Á ljúfum nótum
Tónlistarmennirnir Pálmar Ólason, Kristján Hermannsson og
Grímur Sigurðsson, sem skemmt hafa Korpúlfum með söng og
hljóðfæraleik um árabil ætla að heiðra okkur með tónleikum í
Borgum þriðjudaginn 8.apríl kl. 13.00
Á efnisskránni verða mörg af vinsælustu perlum dægurlaga
síðastliðinna 50 ára
Missum ekki af þessum einstaka viðburði
Fimmtudagur 20. mars 2025
Félagsfundur á miðvikudag 26. mars í Borgum og margt fleira skemmtilegt.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á næsta félagsfundi Korpúlfa miðvikudaginn 26. mars kl. 13:00 í Borgum.
Harpa Sif Jóhannsdóttir og Sólveig Skaftadóttir frá Bændaferðum munu kynna 8 daga Korpúlfaferð 26. sept. til 3. október Alparósir Austurríkis.
Bergþóra Baldursdóttir sérfræðingur í sjúkraþjálfun ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og mun flytja okkur erindi um Byltuvarnir og svara fyrirspurnum.
Korpusystkin syngja, fleira gaman og kaffi á könnunni.
Deginum eftir 27 mars kl. 10:00 eru allir velkomnir með í Egilshöll þar sem rafíþróttadeild Fjölnis tekur fagnandi á móti hópnum. Þátttökulisti liggur frammi í Borgum.
Laugardaginn 29 mars kl. 20:30 er ykkur boðið tveir fyrir einn á í Salnum tónleikana Á Ljúflingshól í Kópavogi. (9.900.- tveir miðar ).
Fræðslunefnd Korpúlfa verður með áhugaverða heimsókn í Borgir um Lettneskt vettlingaprjón
miðvikudaginnn 2. apríl kl. 13:00 þegar Dagný Hermannsadóttir textílkennari mun segja frá vettlingahefðum Letta og kynnar okkur fjölbreytt vettlingamynstur.
Allir hjartanlega velkomnir í Borgir, alltaf.
Þökkum góða þátttöku síðustu viku og vonumst til að sjá ykkur sem allra flest á þeim viðburðum sem framundan eru.
Theodór formaður Korpúlfa og Birna.
Föstudagur 14. mars 2025
Kæru Korpúlfar
Hópferðabíll leggur af stað kl. 19:15 á sunnudaginn við Borgir, mun stoppa við Safnhúsið stæði 6
og sækja hópinn aftur rúmlega 22:00 á sama stað að lokinni sýningu. Sýninginn hefst kl. 20:00 og miðarnir verða í leikhúsinu, sama á við þá 10 Korpúlfa sem fara á eigin vegum nafnalistinn er í leikhúsinu.
Það verður gaman að upplifa með ykkur næstu viku og sendum ósk um góða helgi.
Birna og Theodór formaður Korpúlfa.
Mánudagur 10. mars 2025
Gleðifréttir til ykkar kæru Korpúlfar
Sama góða verðið á bingóspjöldunum.
Njótum og höfum gaman.
Birna og Theodór formaður Korpúlfa.
Föstudagur 28. febrúar 2025
Kæru Korpúlfar
Við þökkum góða þátttöku á aðalfundi Korpúlfa 26. febrúar, ánægjulega samvinnu og bjóðum nýja félagsmenn velkomna til starfa í nefndum félagsins.
Fimmtudaginn 6. mars kl. 13:00 mun Margrét Sölvadóttir kynna og sýna heimildarmynd um Verkfallið mikla 1955.
Takk fyrir góða skráningu í Þjóðleikhúsferðina sunnudaginn 16 mars á Eltum veðrið þátttakendur þurfa að greiða miðana fyrir 7. mars inn á reikning Korpúlfa kt. 601101-2460 banki 034-13-00920. Miðaverð 6.800.-. Miðaverð og rúta 8.800.- Lagt af stað kl. 19:15 frá Borgum 16. mars.
Áður auglýst námskeið með Guðfinnu í Steinamálun hefst þriðjudaginn 11. mars kl. 13:00 í Borgum. Hringt verður í alla þátttakendur.
Í Qigong hópnum á miðvikudaginn vaknaði hugmynd um Öskudagsgleði í Borgum á öskudaginn 5. mars 2025. Þeir sem hafa áhuga mæti í búningum og sleginn verði kötturinn úr tunnunni. Gleði og gaman.
.
Öll önnur dagskrá Korpúlfa samkvæmt starfsskrá.
Með hjartans ósk um góða helgi,
Theodór Blöndal formaður Korpúlfa og Birna.
Fimmtudagur 20 febrúar 2025
Kæru Korpúlfar
Uppstillingarnefnd Korpúlfa sendir hér viðhengi til kynninga, tillögur að stjórn og nefndum Korpúlfa 2025-2026.
Nöfn þeirra sem ekki sitja í stjórn eða nefnd á yfirstandandi starfsári eru skáletruð.
Aðalfundurinn verður síðan miðvikudaginn 26. febrúar 2025 kl. 13:00 í Borgum.
Sýndar verða myndir frá viðburðum á vegum Korpúlfa hálftíma fyrir aðalfundinn.
Venjuleg aðalfundarstörf,
sérstakir gestir verða Rakel Garðarsdóttir framleiðandi sjónvarpsþáttana um Vigdísi Finbogadóttir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
Theodór Blöndal formaður Korpúlfa
ps: Deginum eftir 27. febrúar kl. 13:00 mun Dagþór Haraldsson bjóða upp á myndasýningu frá Víetnam.
Þá liggur frammi þátttökulisti í Þjóðleikhúsferð Korpúlfa sunnudaginn 16. mars að sjá leikritið Eltum veðrið.
Föstudagur 14. febrúar 2025
Aðalfundarboð Korpúlfa
Stjórn Korpúlfa boðar til aðalfundar Korpúlfa, félags eldri borgara í Grafarvogi.
Fundarstaður : Borgir, Spönginni 43, 112 R.
Fundartími : Miðvikudagurinn 26. febrúar 2025 kl. 13:00.
PS: Dagþór Haraldsson ætlar að sýna myndir frá viðburðum á vegum Korpúlfa á skjá í fundarsalnum hálftíma fyrir aðalfundinn.
Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest,
Stjórn Korpúlfa.
Mánudagur 10. febrúar 2025
Heil og sæl kæru Korpúlfar
Með hjartans kveðju
Birna og Theodór.
Föstudagur 10. janúar 2025
Þorrablót aldarinnar og ein leiðrétting
Um leið og við óskum ykkur góðrar helgar er hér tilkynning frá Þorrablóts nefnd Korpúlfa sem allir hafa beðið eftir.
Sjá auglýsingu í viðhengi og þátttökuskráning liggur frammi í Borgum.
Síðan verða miðar afhendir með greiðslu 16 jan. 17. jan. eða 20 janúar milli kl. 11:00 til 14:00 í Borgum.
Athugið greiða þarf með peningum. Hámark 130 manns.
Miðaverð með öllu 10.000 krónur ( velkomið að taka með sér drykki, því þeir verða ekki seldir á staðnum)
Takið því frá miðvikudagskvöldið 29 janúar, fögnum þorranum saman á Þorrablót Korpúlfa í Borgum
Fyrir hönd Þorrablótsnefndar Korpúlfa.
ps: Leiðrétt dagsetning á myndasýningu Dagþórs Haraldssonar um Istanbúl og fleiri ferðamyndir,
myndasýningin verður í Borgum næsta fimmtudag 16. janúar kl. 13:00 allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Birna og Theodór formaður Korpúlfa
Fimmtudagur 09. janúar 2025
Heil og sæl
Fyrir hönd ferðanefndar:
Þökkum hina miklu ferðagleði Korpúlfa uppselt er í ferðina til Ítalíu og verið að athuga með að fjölga í þá ferð.
Hér í viðhengi er síðan ferð Korpúlfa til Brussel 8. til 12. september 2025, einnig með ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar og Emil Kristjánsson fararstjóri.
Farið verður í dagsferð til Brugge og í gönguferð um miðbæ Brussel. Endanlegt verð liggur ekki fyrir en er áætlað 209.500.-
Fljótlega verður lagður fram þátttökulisti í Borgum.
Viljum einnig vekja athygli á viðburði fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13:00 á vegum menninganefndar Korpúlfa í Borgum.
Myndasýning frá ferðum Dagþórs Haraldssonar til Istanbul og jafnvel einnig myndir frá gönguferð hans á Hvannadalshnúk.
Minnum einnig á að félagsfundur Korpúlfa hefur verið færður til 22. janúar kl. 13:00 vegna Þorrablóts Korpúlfa sem verður haldið 29. janúar 2025.
Með hjartans kveðju
Theodór og Birna.
Fimmtudagur 09. janúar 2025
Áramótakveðja frá formanni
Kæru Korpúlfar.
Ég vil byrja á að óska ykkur öllum gleðilegt nýtt ár með þakklæti fyrir árið sem nú hefur kvatt. Árið 2025 er gengið í garð og ótrúlegt að það séu 25 ár liðin frá aldamótum. Það að upplifa aldamót er er ekki sjálfsagt og flestir foreldrar okkar voru bæði fædd og kvöddu okkur á síðust öld, jafnvel afar og ömmur.
Korpúlfar félag eldriborgara í Grafarvogi hófu starfssemi sína árið 1998. Það hefur ávallt verið lögð áhersla á að starfsemin byggðist á frumkvæði og hugmyndum félagsmanna og að við værum sjálfbær að mestu leyti og með stuðningi Reykjavíkurborgar hefur þetta tekist, eins og til var stofnað.
Það er meira að segja þannig að orðspor okkar hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi.
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, sem er deildarstjóri skrifstofu öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg og Korpúlfur, var fengin á liðnu sumri til að halda fyrirlestur um félagsmiðstöðvar aldraða á Íslandi á ráðstefnu um öldrunarmál, sem haldin var í Kaupmannahöfn, þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og víðar úr Evrópu voru samankomnir.
Hún byggði fyrirlestur sinn á tilurð og starfi Korpúlfa.
Það er skemmst frá því að segja, að fyrirlesturinn vakti gífurlega athygli og fór hann og umfjöllun sem fylgdi langt fram úr tímarammanum sem henni var gefinn.
Í framhaldi af þessu hafa starfsystkini Þórhildar frá Osló komið í heimsókn í Borgir og nú fyrir skömmu tjáði Þórhildur mér að sænskir og finnskir starfsmenn í þessum geira, hefðu falast eftir upplýsingum frá Osló um þetta „fyrirbrigði“ á Íslandi.
Á vordögum árið 2005 hóf Birna Róbertsdóttir að starfa fyrir Korpúlfa.
Það var einstök gæfa að fá hana til starfa. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hennar störf, það finnum við Korpúlfar alla daga, auk þess er hún lítið gefin fyrir að henni sé hælt, en lætur frekar verkin og viðmótið tala.
Á komandi vori eru 20 ár frá því Birna hóf að starfa með okkur. Af þessu tilefni samþykkti stjórn Korpúlfa einróma, að félagið mundi gefa Birnu jólagjöf og var „sendiboði“ fenginn til að afhenda henni jólapakka sem opnast skildi á aðfangadagskvöld
Í pakkanum var svohljóðandi bréf:
„Kæra Birna okkar
Korpúlfar hafa ákveðið að gefa þér jólagjöf þetta árið , til að sýna þér á táknrænan hátt hversu mikið við metum starfið þitt í þágu okkar síðastliðin 20 ár.
Jólagjöfin er ferð með Korpúlfum til norður Ítalíu dagana 4. til 11. maí 2025
Gleðileg jól
Frá Korpúlfum“
Með þakklæti fyrir gott og árangursríkt samstarf á liðnum árum
Theodór Blöndal, formaður.
Mánudagur 06. janúar 2025
Ferðanefnd Korpúlfa kynnir hér tvær utanlandsferðir sem farnar verða 2025 ef næg þátttaka fæst 😊.
GLEÐILEGT ferðaár með Korpúlfum 2025.
Föstudagur 03. janúar 2025
Gleðilegt ár.
Hjartans óskir til allra Korpúlfa um heillaríkt komandi ár með góðri heilsu, gleði og töfrandi stundum.
Stjórn og nefndir Korpúlfa eru strax farin að skipuleggja gleði og gaman ársins 2025.´
Vekjum athygli á : 😍
Margt fleira spennandi framunda sem gaman verður að segja frá við fyrsta tækifæri,
með hlýjum nýársóskum.
Theodór formaður Korpúlfa og Birna.
©2022 Korpúlfar - Spönginni 43, 112 Reykjavík - Vefstjóri Snæbjörn Kristjánsson