Verklagsreglur nefnda Korpúlfa

Verklagsreglur nefnda Korpúlfa mars 2015.

Verklagsreglur nefnda Korpúlfa:

1. Nefndirnar skipta með sér verkum og kjósa sér formann, ritara og meðstjórnanda.

2. Við stærri uppákomur félagsins skili nefndirnar inn a)Kostnaðaráætlun (áður en viðburður á sér stað og lagt undir stjórn Korpúlfa til samþykktar).

b) Kostnaðauppgjör ( við lok viðburðar, lagt fram á sameiginlegum stjórnar og nefndarfundum Korpúlfa).

3. Ferðanefnd hefur umsjón með öllum ferðalögum félagsins. Skemmtinefnd hefur umsjón með skemmtunum af ýmsu tagi s.s. bingó, félagsvist. Fræðslunefnd hefur umsjón með fræðslumálum af öllu tagi og námskeiðum á vegum Korpúlfa s.s. skáknámskeiðum, glernámskeiðum, tölvunámskeiðum. Menningarnefnd sér um menningarviðburði á vegum félagsins s.s. leikhúsferðir, bókmenntaviðburði, tónlistaviðburði.

4. Áhersla er lögð á að nefndirnar geti sameinast um verkefni þegar á þarf að halda og vinni saman að hugmyndum.

5. Nefndunum er frjálst að leita til fleiri félagsmanna eftir hjálparhönd þegar á þarf að halda.