©2022 Korpúlfar - Spönginni 43, 112 Reykjavík - Vefstjóri Snæbjörn Kristjánsson
Þriðjudagur 19.12.2023
Kæru Korpúlfar
Okkur langar að vekja athygli á jólagjöf frá Þóru Halldórsdóttir Qigong leiðbeinanda frír prufutími í Qigong í Borgum á morgun miðvikudag 20.des. kl. 16:30 allir í jólaskapi og gaman væri að vera sem flest með jólasveinahúfur.
Sama dag kl. 12:00 verða Frísk í Fjölni með kynningafund í Egilshöll.
Fimmtudaginn 21. des. kl. 13:00 mun Margrét Júlía Rafnsdóttir heimsækja Borgir á vegum menninganefndar Korpúlfa með kynningu á bók sinni Hjartarætur. Sagan hans pabba og fjölskyldu hans í meira en hundrað ár og bókin verður til sölu.
Meðfylgjandi í póstinum eru ferðalýsingar Korpúlfaferðar ferðanefndar Korpúlfa til Helsinki og Tallinn einnig Færeyjaferð Korpúlfa báðar áætlaðar á vormánuðum 2024. Þátttökulistar liggja frammi í Borgum.
Hámark 40 manns og fararstjóri í báðum ferðum er Emil Örn Kristjánsson.
Með aðventukveðju,
Theodór og Birna.
Föstudagur 15.12.2023
Kæru Korpúlfar takk fyrir skemmtilega jólagleðiviku.
Ferðalýsingar fyrir þessar tvær ferðir verða sendar út til félagsmanna í næstu viku.
Ýmislegt félagsstarf Korpúlfa fer í jólafrí næstu daga en við höldum áfram að skapa saman jólaanda í Borgum næstu viku
og þökkum góða þátttöku í jólaviðburðum okkar.
Með jólakveðju
Theodór og Birna.
Föstudagur 8.12.2023
Jóladagskráin okkar í annarri viku aðventu :
Með jólakveðju
Theodór og Birna.
Miðvikdagur 6.12.2023
Jólaundirbúningur í Borgum gengur vel og gleðjumst yfir góðri þátttöku.
Með jólakveðju
Theodór og Birna.
Föstudagur 24.11.2023
Þökkum ykkur öllum fyrir góða þátttöku í afar viðburðaríkri viku.
Í framhaldinu viljum við vekja athygli á eftirfarandi :
Með hjartans ósk um góða helgi og gleðilega aðventu,
Birna og Theodór.
Þriðjudagur 21.11.2023
Kæru Korpúlfar
Jóladagskráin okkar verður kynnt í upphafi aðventu það verður yndislegt að njóta saman.
Einsöngvarar verða Diddú og Ari Ólafsson. Þau bjóða Korpúlfum tveir fyrir einn á miðum á tónleikana.
Miðar verða seldi við innganginn og einnig hjá Siggu okkar línudanskennara á föstudagsmorgnum í Borgum.
Þakka öllum þeim sem hafa greitt rútugjaldið 3.500 en hópferðabíllinn leggur af stað kl. 09:00 frá Borgum
miðvikudaginn 29. nóvember með hjartans ósk um gleðilega aðventuferð.
Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest á fundinum á morgun 22 nóvember kl. 13:00 í Borgum
með afar áhugaverðri dagskrá og sérstakur gestur verður Berglind Magnúsdóttir og kynnir fyrir okkur verkefnið Það er gott að eldast.
Með góðri kveðju,
Birna og Theodór.
Föstudagur 17.11.2023
Um leið og við óskum ykkur góðrar helgar
boðar stjórn Korpúlfa til félagsfundar næsta miðvikudag 22. nóvember kl. 13:00 í Borgum.
Berglind Magnúsdóttir sérfræðingur verður sérstakur gestur á fundinum og kynnir fyrir okkur áhugavert verkefni Það er gott að eldast.
Sönghópurinn okkar mun gleðja okkur með söng undir stjórn Helga Hannessonar.
Haraldur Sumarliðason mun flytja okkur spennandi sögu og fleira skemmtilegt.
Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest.
Leifur Reynisson mun mæta til okkar enn á ný með gamlar ljósmyndir um þróun skemmtana og dægurmenningar Reykvíkinga 23 nóvember kl. 13:00
Allt annað samkvæmt starfsskrá og við sjáumst öll hress á mánudaginn með hatt eða annað höfuðfat á höfði.
Bestu kveðjur
Theodór og Birna.
Föstudagur 10. 11. 2023
Kæru Korpúlfar
Þökkum viðburðaríka viku með hjartans ósk um góða helgi
Theodór og Birna
Föstudagur 3.11.2023
Bráðskemmtileg vika framundan
Um leið og við óskum ykkur öllum góðrar helgar vekjum við athygli á áhugaverðum viðburðum hjá Korpúlfum næstu viku.
Einnig mælum við með að hefja lestur á bókinni Þrír snéru aftur eftir Guðberg Bergsson sem verður tekin fyrir hjá bókmenntaklúbbnum 16. nóv.
Laugardaginn 11. nóvember verður síðan árleg sölu og handverksýning Korpúlfa í Borgum sem við erum afar stolt af og við vonumst eftir fjölda gesta.
Þeir félagsmenn sem sjá sér fært að baka fyrir Korpúlfa sem verður þá fjáröflunarleið til félagsins, hafi samband við fræðslunefnd.
Þá verður Kleinukaffi í umsjón Korpúlfa sem rennur óskipt til félagsstarfsins. Sýningatími er frá kl. 13:00 til 16:00
Með þakklæti fyrir allt ykkar góða starf sem ber þann ávöxt að félagsstarfið og gleðin blómstrar sem aldrei fyrr hjá Korpúlfum og gestum.
Theodór og Birna.
Mánudagur 30.10.2023
Kæru Korpúlfar,
nú heilsum við vetrinum með hlýju og vonumst til að eiga með ykkur margar ljúfar stundir á komandi mánuðum.
Allt samkvæmt starfsskrá þessa vikuna en vekjum athygli á eftirfarndi:
Höldum áfram að fræðast, skapa, eflast og gleðjast saman í vetur.
Theodór og Birna.
Miðvikudagur 18.10.2023
Vekjum athygli á eftirfarandi yndislegu Korpúlfar :
Góða helgi og gaman verður að sjá sem flesta í bleiku á bleika föstudeginum í Borgum 20. október 2023.
Theodór og Birna.
Mánudagur 25.09.2023
Kæru Korpúlfar
Sífellt bætist við í dagskrána hjá okkur og gleðin heldur áfram.
Vekjum athygli á eftirfarandi :
Með gleðikveðju
Theodór og Birna.
Þriðjudagur 12.09.2023
Mikil gleði hjá okkur öllum með frábæra virkni Korpúlfa nú í upphafi haustannar, 200 manns mættu á kynningarhátíðina og mikill áhugi á því sem er í boði.
Allt að smella saman og takk fyrir tillitsemina við að koma námskeiðunum í gang.
og síðan haldið áfram með að æfa þá dansa sem hópurinn hefur verið að dansa. Hvetjum því alla til að vera með bæði byrjendur og lengra komna.
Höldum áfram að hafa gaman saman.
Birna og Theodór.
Fimmtudagur 24.08.2023
Þökkum metþátttöku í sumarstarfinu og vonum að sumarið hafi verið ykkur öllum heillaríkt. Kynnum með stolti nýja fjölbreytta starfsskrá Korpúlfa og það er okkar hjartans mál að sem flestir fái notið sem allra best með virkni og heilsueflingu að leiðarljósi. Áfram verður leitað í dýrmætan fjársjóð félagsmanna eftir þekkingu og reynslu. Það er ómetanlegt allt það kærleiksríka starf sem þið leggið að mörkum dag hvern sem verður aldrei fullþakkað. Einnig ánægjulegt að finna þann áhuga sem þið sýnið félagsstarfinu, með góðri þátttöku, ábendingum og hugmyndum. Ennfremur þökkum við öllum þeim sem styrkt hafa félagið á margvíslegan hátt, enginn félagsgjöld en styrktarreikningur Korpúlfa er 0324-13-706060 kt. 601101-2460. Starfsskráin er í sífelldri þróun og öll heilsutengd atriði hafa sannað vel gildi sitt, ýmislegt nýtt kemur inn s.s. Frísk í Fjölni og djúpslökun. Margt áhugavert er framundan m.a. að endurvekja ljósmyndaklúbb Korpúlfa og leiklistarhóp. Síðan ætlum við að fagna 10 ára afmæli Borgarinnar okkar í vor.
Óskum 50 Korpúlfum góðrar ferðar til Katalóníu 18 sept.hópferðabíll fer frá Borgum til Keflavíkurflugvallar kl. 11:00 og sækir hópinn við heimkomu.(Verð 3.600.-) Fimmtudaginn 7.sept. kl. 13 er boðað til ferðafundar Katalóníufara í Borgum. Þá liggur frammi á vegum ferðanefndar skráning í hauslitaferð til Þingvalla 27.sept. Vestfjarðardagurinn er í fullum undirbúningi og verður haldinn 4.okt. kl. 13:00 í Borgum.
Félagsstarfið hefst að fullum þunga í september og við hvetjum alla til að mæta á kynningarhátíðina í Borgum miðvikudaginn 6. september kl. 13:00 þá munu leiðbeinendur kynna sín námskeið, svara spurningum og leynigestur kitla hláturtaugarnar.
Tréútskurður hefst síðan á Korpúlfsstöðum 15.sept. og fyrsta söngæfing Korpusystkina verður 18.september. Listmálun byrjar 12.sept.og leikfimin með Margréti í Egilshöll 26.sept. Fyrsta námskeið í postulínsmálun hefst 11.sept og keila 6. sept. sem verður alltaf annan hvern miðvikudag á móti fimmtudagspúttinu á Korpúlfsstöðum. Qigong með Þóru byrjar 13.sept. skákhópur Korpúlfa hefst fimmtudaginn 7.sept. Frísk í Fjölni hófst 16 ágúst og dansleikfimin í Borgum 14. ágúst en línudans sem verið hefur í sumar færist yfir á föstudaga 8.sept. Flest annað á dagskránni hefur verið í gangi í allt sumar eða nákvæm dagsetning ekki verið staðfest. Síðan er mikilvægt að fylgjast vel með upplýsingastreymi á veraldarvefnum, heimasíða korpulfarnir.com Hvetjum alla til að kynna sér vel spennandi dagskrá menninganefndar Korpúlfa, alla fimmtudaga í vetur. Mætum sem flest í Korpúlfabingó 13. sept. kl. 13:00 en fyrsti félagsfundur Korpúlfa verður 25. október kl. 13:00, dagskrá fundarins kynnt síðar.
Vonumst til góðrar þátttöku og gleðilegra samverustunda í félagsstarfi Korpúlfa í vetur.
Með hjartans kveðju Theodór Blöndal formaður Korpúlfa og Birna Róbertsd. verkefnastjóri.
Fimmtudagur 10.8.2023
Sumardagarnir okkar
Það hefur verið gaman að upplifa sumarið með ykkur kæru Korpúlfar því hér er sól inni og úti alla daga. Þátttaka góð og allir í sólskinsskapi.
Við óskum þeim 50 Korpúlfum góðrar ferðar sem leggja af stað í Dalaferð miðvikudaginn 16 ágúst stundvíslega kl. 8:30 frá Borgum og Sigmundur okkar Stefánsson verður leiðsögumaður í ferðinni.
Kynningahátíð á vetrarstarfinu verður síðan miðvikudaginn 6 sept. kl. 13:00 í Borgum og við vonumst til að sjá ykkur sem allra flest því við lofum fræðandi og skemmtilegri samveru.
Dagskráliðir eru síðan að fara af stað hver af öðrum.
Bridgehópur Korpúlfa byrjar föstudaginn 18 ágúst kl. 12:30 í Borgum og dansleikfimin með Auði Hörpu hefst mánudaginn 14. ágúst kl. 11:00.
Höldum áfram að láta sólina skína í Borginni okkar og gleðilegan afmælisdag á afmæli Reykjavíkurborgar 18 ágúst.
Birna og Theodór.
Miðvikudagur 17.5.2023
Kæru Korpúlfar
Minnum á gleðidaginn 23 maí í Borgum tónleikar sönghópsins Korpusystkina verða kl. 16:00
byrjað verður að selja miða á tónleikana kl. 11:00 föstudaginn 19. maí miðaverð 1.000 (muna hafa pening ekki tekin kort).
Þann sama dag þriðjudaginn 23. maí verður Úrval Útsýn kvöld í Borgum sem hefst kl. 19:30 með glimrandi fjöri, allir velkomnir og frítt inn meðan húsrúm leyfir. Magnús Magnússon er skemmtanastjóri og mun stjórna dansi fram eftir kvöldi.
Deginum eftir 24 maí kl. 10:00 verður Korpúlfa keila í Keiluhöllinni við Egilshöll.
Föstudaginn 26 maí kl. 15:00 mun Björgvin Þ. Valdimarsson tónlistarmaður koma fagnandi í Borgir og kynna nýjan geisladisk
Einhvers staðar þú, með mörgum góðum söngvurum. Allir hjartanlega velkomnir á tónlistarviðburðinn.
Um leið óskum við ykkur öllum góðrar helgar og gaman verður að upplifa með ykkur spennandi næstu viku.Tónlistaviðburðir sem enginn vill missa af og allt annað samkvæmt starfsskrá.
Með söng í hjarta,
Theodór og Birna.
Þriðjudagur 9.5.2023
Elskulegu Korpúlfar
Gott að gleðjast með ykkur á vordögum og viljum vekja athygli á eftirfarandi :
Þátttakendur í ferðinni þurfa að greiða þátttökugjaldið eigi síðar en 20 maí kr. 12.000.- inn á kt. Korpúlfa 601101-2460 reikn. 0324-13-0920 takk fyrir.
Með vorkveðju,
Theodór og Birna.
Þriðjudagur 18.04.2023
Yndislegu Korpúlfar
Langar að þakka fyrir skemmtilegan vetur,
allar dásamlegu samverustundirnar, hlýju og ást sem þið sýnið svo vel í verki.
Á morgun miðvikudag 19. apríl kl. 13:00 verður fjörugur samsöngur í Borgum
undir stjórn Elísabetar Halldóru og Páls Steinars við vonumst til að fylla salinn.
Kveðja veturinn með hópsöng og fagna sumrinu saman, það verður gaman.
Síðan óskum við 23 Korpúlfum góðrar ferðar til Akureyrar og Siglufjarðar lagt verður af staðstundvíslega kl. 10:00 frá Borgumá sumardaginn fyrsta, 20. apríl.
Höldum áfram að halda í lífsgleðina saman og lengja lífið á góðan hátt.
Með þakklæti fyrir allt og fegurstu sumaróskum til ykkar allra.
Birna.
Föstudagur 31.03.2023
Kæru Korpúlfar
Gleðilega páska
Theodór og Birna.
Þriðjudagur 21.03.2023
Kæru Korpúlfar
Okkur langar að vekja athygli á spennandi viðburðum sem framundan eru :
Hann mun mæta með bækur til sölu um ferðlagið og ágóði rennur til líknarmála.
Höldum áfram að hafa gaman saman og allir hjartanlega velkomnir.
Theodór og Birna.
Föstudagur 17.03.2023
Kæru Korpúlfar
Þökkum stórkostlega mætingu síðustu vikur, metaðsókn í margt sem í boði hefur verið.
Með hjartans ósk um góða helgi,
Theodór og Birna.
Mánudagur 13.03.2023
Heil og sæl kæru Korpúlfar
Viðburðarík vika framundan að vanda og vekjum sérstaka athygli á eftirfarandi :
Með hjartans kveðju
Birna og Theodór.
Mánudaginn 06.03.2023
Alltaf jafn dýrmætt kæru Korpúlfar að upplifa með ykkur góðar stundir og margt í boði í þessari viku.
Vekjum athygli á eftirfarandi :
Með góðum kveðjum,
Theodór og Birna.
Föstudagur 17. febrúar 2023
Aðalfundarboð Korpúlfa
Hér með boðað til aðalfundar Korpúlfa, félags eldri borgara í Grafarvogi.
Fundarstaður : Borgir, Spönginni 43, 112 R.
Fundartími : Miðvikudagurinn 1. mars 2023 kl. 13:00
Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest,
Stjórn Korpúlfa.
Tillaga uppstillingarnefndar Korpúlfa að stjórn og nefndum Korpúlfa 2023 -2024 kynnt á aðalfundi
Stjórn Korpúlfa:
Theodór Blöndal formaður theodor@idnverk.is 660 0291
Amalía Pálsdóttir amalia@simnet.is 846 7469
Guðný Sigúsdóttir gudny.sigfusdottir@gmail.com 845 6725
Haraldur Sumaliðason harsum@itn.is 892 5819
Grímkell Arnljótsson grimkell1@hotmail.com 844 8306
Varamaður í stjórn:
Jóna Hallgrímsdóttir jonahall41@gmail.com 896 7760
Fræðslunefnd:
Guðný Þorvaldsdóttir siggisey@simnet.is 862 1966
Guðmunda Ingibergsd. gingibergsdottir@gmail.com 835 6939
Steinunn S. Gísladóttir steingis50@gmail.com 895 8829
Menningarnefnd:
Ísidór Hermannsson afinn@hive.is 894 3232
Ingibjörg Óskarsdóttir ino@simnet.is 861 5105
Þórdís T. Þórarinsd. thordis.t.thorarinsdottir@gmail.com 862 8627
Ferðanefnd:
Egill Sigurðsson egillbsig@gmail.com 698 9094
Sigmundur Stefánsson sigmundurstef@gmail.com 898 6476
Ingi Sæmundsson ingisaem21@gmail.com 660 8169
Skemmtinefnd:
Kolbrún Stefánsdóttir kollastebba@gmail.com 866 6444
Gísli Ágústsson gislihr@simnet.is 861 2509
Hildur Jónsdóttir hildurjonsdottir@outlook.com 898 8551 Sigurmundur Haraldsson birnasvala@simnet.is 862 1018
Kristín María Egggertsdóttir stinaegg@gmail.com 895 1143
Skoðunarmenn reikninga:
Jóhannes Óli Garðarsson johannesoli@talnet.is 695 5120
Steinn G.Lundholm steiniher@visir.is 699 3923
Föstudagur 3. febrúar 2023
Um leið og við sendum ykkur hjartans ósk um góða helgi,
vekjum við athygli á eftirfarandi :
og kl. 13:00 verður tekið á móti hópnum á Kjarvalsstöðum. Þeir sem eru með menningarkort fá ókeypis inn á sýninguna. Eigum síðan pantað borð á kaffistaðnum á Kjarvalsstöðum kl. 14:00. Þátttökulisti liggur frammi í Borgum.
Hjartans kveðja
Birna og Theodór.
Mánudagur, 30. janúar 2023
Kæru Korpúlfar
Hjartans þakkir fyrir góða þátttöku við opnun myndlistarsýningar Korpúlfa á bókasafninu á laugardaginn.
Listamenn til hamingju með fallega sýningu og takk Korpusystkin fyrir skemmtilegan söng og þið öll fyrir gleðina.
Sýningin verður opin til 25. febrúar 2023.
Nú styttist í Þorrablótið sem verður á fimmtudaginn 2. feb. húsið opnar kl. 18:00 og nú þegar hafa verið seldir 86 miðar en ef fleiri vilja
bætast í hópinn er ennþá möguleiki að taka þátt í gleðinni. Skemmtinefndin byrjar að selja síðustu miðana kl. 10:00 í dag í Borgum.
Einnig hefur verið lagður fram þátttökulisti á tónleika með vini okkar Erni Árnason sem verða í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 26. febrúar kl. 20:00.
Korpúlfaverð á miða 4.300.- Undirleikari með Erni er Jónas Þórir og sungin verða lög Sigfúsar Halldórssonar.
Þá er ánægjulegt að finna mikinn áhuga á Katalóníuferð Korpúlfa aðeins 4 sæti laus í ferðina.
Á föstudaginn kl. 8:30 í Borgum hefst síðan á ný eftir jólafrí hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu Friðbertsdóttir.
Njótum og höfum gaman saman.
Birna og Theodór.
06.01.2023
Kæru Korpúlfar
Nýtt ár 2023 fer vel af stað hjá okkur og margt ber að þakka frá síðasta ári 2022.
Allt félagsstarfið er að fara af stað hægt og rólega, finnum vel á aðsókn að þið eruð öll klár í fjörið.
Tæplega 100 Korpúlfar mættu í Hörpuna í gær á stórkostlega opna æfingu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Í dag hafa síðan verið bakaðar vel yfir 100 vöfflur fyrir föstudagskaffið okkar í Borgum.
Viljum vekja athygli á næstu félagsfundum sem verða miðvikudaginn 25 janúar kl. 13:00
þá mun Guðrún Gísladóttir heiðra okkur með nærveru sinni og kynningu á Grundar heimilunum góðu
og margt fleira gaman á fundinum í tali og tónum.
Aðalfundur Korpúlfa verður síðan miðvikudaginn 22. febrúar 2023.
Laugardaginn 28. janúar eru allir velkomnir á fyrstu samsýningu myndlistarhóps Korpúlfa í Borgarbókasafninu í Spöng, nánar auglýst síðar.
Þá er skemmtinefnd Korpúlfa farin að skipuleggja Þorrablót ársins sem verður fimmtudaginn 2. febrúar í Borgum, þátttökugjald 7.000.-
Dagskrá kynnt og miðar seldir þegar nær dregur.
Bókmenntahópur Korpúlfa verður 19. jan. kl. 13:00 og postulínsnámskeið með Erlu hefst á ný mánudaginn 16 jan. kl. 09:00 og laus pláss.
Þá liggur frammi þátttökuskráning á tónleika í salnum í Kópavogi 11. mars Með blik í auga dægurlagaperlur Hauks Morthens.
Menninganefnd, fræðslunefnd og ferðanefndir Korpúlfa munu fljótlega kynna mjög áhugaverðar vorannir 2023.
Mikið að hlakka til og vonumst til að eiga sem flestar gleðistundir með ykkur á nýja árinu 2023.
Með þakklæti fyrir yndislegt samstarf og góðar minningar.
Birna og Theodór.