Föstudagur 30. ágúst 2024
Kæru Korpúlfar
Skipulagning haustsins er í fullu gangi og vona að þið flest séuð komin með nýju starfsskrána í hús, ef ekki er hún á leiðinni til ykkar.
Þökkum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í dreifingu á bréfunum.
Með góðri kveðju,
Theodór og Birna.
Miðvikudagur 14. ágúst 2024
Kæru Korpúlfar
Fram undan eru spennandi haustdagar og okkur langar að vekja athygli á eftirfarandi 😊
Njótum gleðilegra haustdaga saman,
það verður gaman.
Theodór og Birna.
Miðvikudagur 10.júlí 2024
Breytingar í Borgum - Fréttatilkynning
Kæru Korpúlfar
Austurmiðstöð, sem er hverfisskrifstofa Reykjavíkurborgar í Grafarvogi og Árbæ hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á starfsmannahaldi hér í Borgum og í Árbæ
Breytingarnar eru í stuttu máli þær, að Birna okkar verði einnig forstöðukona í Árbæ og fær með sér einn starfsmann sem verður eftir hentugleikum hér í Borgum og í Árbæ.
Guðrún Barbara fer úr 40% starfi í 50% og tekur yfir afmörkuð störf fyrir báðar þessar starfsstöðvar
Þessum þremur starfsmönnum er ætlað að sinna báðum þjónustumiðstöðunum
eftir þörfum hverju sinni.
Tildrög þessara breytinga er, að forstöðukonan í Árbæ sagði upp stöðu sinni og er vilji Austurmiðstöðvar að koma á hliðstæðri starfsemi í Árbænum og er hjá okkur Korpúlfum.
Ekki var haft samráð við Kotpúlfa um þessar breytingar enda um starfsmenn Reykjavíkurborgar að ræða.
Við erum þess fullviss að Birna mun spila úr þessari breyttu starfstilhögun af sínum alkunna dugnaði og snilld og við Korpúlfar munum aðstoða hana eins og kostur er.
Þessar breytingar munu koma til framkvæmda með haustinu og er þetta tilraunaverkefni sem á að endurskoða eftir eitt ár.
Reykjavík 10.júlí 2024
Theodór Blöndal
Formaður Korpúlfa
Föstudagur 05. júlí 2024
Kæru Korpúlfar
Um leið og við óskum ykkur góðrar helgar vekjum við athygli á eftirfarandi :
Mikil gleði með fjölgun þátttakenda í sumargöngum Korpúlfa, við stefnum á nýtt fjöldamet í sumar .
Með sumarkveðju og sól í hjarta.
Theodór og Birna.
Mánudagur 24. júní 2024
Heil og sæl
Höldum áfram að njóta sumarsins saman,
því það er svo gaman.
Theodór og Birna.
Föstudagur 7. júní 2024
Heil og sæl
Ánægjulegt að upplifa svona góða aðsókn í félagsstarfinu í upphafi sumars.
Mikill áhugi í heilsueflingu og spilamennsku (félagsvist mánudaga, Canasta fimmtudaga, Bridge föstudaga, í allt sumar)
Ýmislegt fer í frí í sumar en annað nýtt kemur inn s.s. Heiðmerkurgöngurnar
tvær eftir 11 júní og 18 júní í fararstjórn Sigurðar Jóhannssonar, safnast saman í einkabíla
og ekið frá Borgum kl. 9:30 þessa daga.
Miðvikudaginn 12. júní fara 50 Korpúlfar í ferð á Njáluslóðir í fararstjórn Guðna Ágústssonar,
lagt af stað stundvíslega kl. 09:00 frá Borgum, góða ferð.
Deginum eftir fimmtudaginn 13 júní stendur menninganefndin fyrir bíóferð Kringlubíó
á myndina Snerting eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Kvikmyndasýningin hefst kl. 13:30
safnast verður saman í einkabíla ekið frá Borgum kl. 12:45 eða hittast í kvikmyndahúsinu í Kringlunni.
Þá óskum við þeim Korpúlfum sem taka þátt í Landsmóti U.M.F.Í 50+ sem nú stendur yfir í Vogum á Vatnsleysuströnd góðs árangurs.
Höldum áfram að njóta sumardaga með sól í hjarta.
Birna og Theodór.
Mánudagur 02.júní 2024
Kæru Korpúlfar
Ferðanefnd Korpúlfa er dugleg við að bjóða upp á nýjar spennandi ferðahugmyndir,
og nú hefur verið leitað tilboða að golfferðum fyrir Korpúlfa.
Golfskálinn sem hefur langa reynslu af golfferðum, og bíður Korpúlfum upp á 14 daga golfferð, flogið með Play til Malaga á Spáni og klukkustund í rútu til Los Moriscos 22. apríl til 6 maí 2025
Los Moriscos Golf-GOLFSKÁLINN. Verð á mann 349.900.-
Innifalið:
Flug með farangri, tösku 20 kg., golfsetti 23 kg. og handfarangur 8 kg.
Akstur milli flugvallar og hótels.
Gisting í tvíbýli, herbergi með verönd eða svölum og góðri sturtu (sem gengið er inni í ).
Morgun og kvöldmatur ásamt drykkjum með kvöldmat.
Golf alla daga utan ferðadaga.
Íslensk fararstjórn.
Annað aukalega :
Einbýli 60.000.-
Allt innifalið í mat og drykk 32.000.-
Ekki golf þá lækkar verðið um 78.000.- á mann. ( verður 271.900.- )
Dagsferð til Granada með viðkomu í Alhambra höllinni 10.000.- ( fyrirvari varðandi fjölda, þarf að bóka fyrirfram)
Ef einhverjir vilja ekki leika golf alla daga þá lækkar verðið í samræmi við það.
Viljum byrja á því að kanna áhuga ykkar á þessari ferð, áður en við staðfestum við ferðaskrifstofu og leggjum fram þátttökulista.
Óskum því eftir að þeir sem hafa áhuga á ferðinni skrái sig á lista sem mun liggja frammi í Borgum, fyrir 15. júní 2024, eða senda tölvupóst til Birnu birna.robertsdottir@reykjavik.is og hún skráir ykkur á áhugamannalista, fyrir ferðinni.
Ef næst góður áhugi verður lagður fram þátttökulisti í fyrstu draumagolfferð Korpúlfa.
Með ferðakveðju og von um góð viðbrögð,
Ferðanefnd Korpúlfa.
ps: Lagt af stað kl. 9:30 í fyrramálið 4. júní frá Borgum, Heiðmerkurganga, safnast verður saman í bíla.
Áfram Korpúlfar.
Miðvikudagur 22. maí 2024
Mikill ferðahugur í Korpúlfum þessa dagana,
ánægjulegt að upplifa í dag heimsókn Sigurðar okkar Jóhannssonar í Borgir,
með skipulagðar Heiðmerkurgöngur fyrir gönguglaða Korpúlfa.
Um er að ræða þrjár hópgöngur, þrjá þriðjudaga í júní (sama tímasetning og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll sem nú er komin í sumarfrí) allar göngurnar eru í Heiðmörk.
Safnast saman í Borgum í einkabíla og ekið í samfloti kl. 9:30 frá Borgum
Þriðjudaginn 4. júní lagt af stað kl. 9:30 frá Borgum eða kl. 10:00 frá Borgarstjóraplani í Heiðmörk (þeir sem vilja hittast þar ) og gengið í Hólmsborgir.
Þriðjudaginn 11. júní lagt af stað kl. 9:30 frá Borgum eða kl. 10:00 frá Guðmundarlundi (frjálst að hittast þar) og gengið að Vatnsendaborg.
Þriðjudaginn 18. júní lagt af stað kl. 9:30 frá Borgum eða kl. 10:00 frá Vífilsstaðarhlíð (hægt að hittast þar) og gengið í Búrfellsgjá.
Þátttökuskráning í þessar þrjár gönguferðir liggur frammi í Borgum.
Takk Sigurður, njótið vel göngugarpar að ganga saman á nýjum slóðum undir góðri fararstjórn, gleði og sól.
Sigurður Korpúlfur Jóhannsson og Birna.
Miðvikudagur 22. maí 2024
Kæru Korpúlfar
Ferðanefnd Korpúlfa er á miklu flugi að skipuleggja ferðadagskrá Korpúlfa og
vekur athygli á eftirfarandi :
Ferðanefnda Korpúlfa,
Sigmundur, Egill, Ingi, Theodór og Birna.
Föstudagur 03. maí 2024
Elskulegu Korpúlfar
Hvetjum ykkur til að taka eftirfarandi dagsetningar frá :
8. maí Tískusýning og sala í Borgum kl. 13:00 á tískufatnaði frá London, París og Hollandi. Módel mæti kl. 11:00 í Borgir.
9.maí Uppstigningardag 30 ára afmæli eldri borgara starfs í Grafarvogskirkju messa og hátíðarkaffi kl. 11:00.
10. maí Vortónleikar sönghóps Korpusystkina OFURLÍTINN FRIÐ í Grafarvogskirkju föstudaginn 10 maí kl. 17:00
Söngstjóri Helgi Már Hannesson, einsöngvarar, Elísabet Halldóra Einarsdóttir og Helgi Már.
Miðar seldir í forsölu í Borgum á mánudaginn 6. maí kl. 11:00 -13:00 miðaverð 1000.-
17. maí
Afmælishátíð í Borgum, frá kl. 15:00 til 19:00 Skólahljómsveit Grafarvogs, nemendur úr Suzuki píanóskólanum flytja atriði, dansgleði frá línudanshópi Korpúlfa, stutt erindi, kaffiveitingar og fleira. Theodór Blöndal formaður Korpúlfa veislustjóri. Klukkan 17:00 verður frumsýnt endurminningaleikverk Korpúlfa Í tíma og rúmi í leikstjórn Andreu Katrínar Guðmundsdóttir leikara. Miðaverð á leiksýninguna 1.000.-
Allir hjartanlega velkomnir.
24. maí Korpúlfar leggja af stað í Færeyjaferð
Maí mánuður 2024 sem aldrei gleymist
Birna og Theodór.
Föstudagur 03. maí 2024
Heil og sæl Korpúlfar
Ferðanefnd Korpúlfa sendir ykkur hér allar upplýsingar um Aðventuferð Korpúlfa til Tíról í desember 2024, ásamt bókunarhlekk.
Mikill áhugi fyrir ferðinni nú þegar hafa 20 skráð sig og sá þátttökulisti sem liggur frammi í Borgum, verður sendur til Bændaferða en í framhaldinu biðjum við alla að skrá sig beint til Bændaferða í gegnum bókunarhlekkinn.
Í viðhengi er ferðalýsingin sjálf og svo bókunarhlekkur þar sem hver og einn getur gengið frá sinni bókun: Aðventutöfrar í Tíról | Sérhópur Korpúlfar (baendaferdir.is)
Síðan má alltaf ganga frá bókun símleiðis eða kíkja við hjá okkur- Síminn er 570 2790 og við erum með opið frá 9-16 virka daga og frá 9-14 á föstudögum.
Verð á mann í þessa einstaklega flottu ferð er kr. 252.900 á mann í tvíbýli og kr. 15.900 aukagjald fyrir einbýli. Staðfestingargjaldið er kr. 80.000 á mann og greiðist við bókun. Þetta gjald er óendurgreiðanlegt ef hætt er við bókun. Sjá nánar ferðaskilmála Bændaferða: https://www.baendaferdir.is/um-baendaferdir/ferdaskilmalar-baendaferda
mjög mikið innifalið:
Við minnum einnig á fuglaskoðunarferðina á mánudaginn 6. maí lagt af stað stundvíslega kl. 11:00 frá Borgum, taka með sjónauka, nesti og fuglabók ef vill.
Ólafur Einarsson fuglafræðingur er fararstjóri og þátttökugjald 4.000.- greiðist inn á reikning Korpúlfa.
F.h. ferðanefndar og gleðilegt ferðasumar,
Sigmundur og Birna.
Þriðjudagur 30. apríl 2024
Samsýning myndlistarhóps Korpúlfa
Laugardaginn 28. janúar opnaði á Borgarbókasafninu Spönginni, samsýning myndlistarhóps Korpúlfa. Korpúlfar er félag eldri borgara í Grafarvogi og eru meðlimir ríflega 1.000. Starf félagsins er afar fjölbreytt þar sem meðal annars er boðið upp á göngutúra, kórsöng, hannyrðir, pílukast og leikfimi bæði í Egilshöll og Grafarvogslaug.
Sjá frétt frá Borgarbókasafninu Spönginni
Þriðjudagur 23. apríl 2024
Þökkum fyrir skemmtilegan vetur kæru félagar.
Það verður gaman að kveðja veturinn saman með léttri gleði kl. 13:00 í Borgum miðvikudaginn 24. apríl og fagnar sumrinu.
Harpa og Sólveig frá Bændaferðum ætla að kynna fyrir okkur áhugaverða aðventuferð Korpúlfa til Tíról sem verður farin á vegum ferðanefndar 29. nóv. 2024.
Kl. 13:30 mun Einar Örn Magnússon (langafabarn Ragga Bjarna) heiðra okkur með söng og gleði.
Við óskum síðan öllum þeim ferðaglöðu Korpúlfum sem fara í loftið kl. 7:30 annan sumardag 26 apríl gleðilegrar ferðar til Helsinki og Tallin.
Með hjartans ósk um gleðilegt sumar,
Birna og Theodór.
Föstudagur 5. apríl 2024
Það er komin ferðahugur í Korpúlfa og vekjum því athygli á eftirfarandi :
Lagður hefur verið fram þátttökulisti í menningarferð á Borgarsögusafnið, ljósmyndasafnið í Tryggvagötu heimsótt, fimmtudaginn 11. apríl lagt af stað kl. 13:00 frá Borgum.
Einnig liggur frammi þátttökulisti í fuglaskoðunarferð með Ólafi Einarssyni um Grafarvog, Álftanes og Seltjarnarnes mánudaginn 6. maí kl. 11:00 þátttökugjald 4.000 kr. Hámark 25 manns og hafa meðferðis, sjónauka, fuglabók og nesti.
Þá hefur ferðanefnd einnig skipulagt dagsferð á Njáluslóðir með Guðna Ágústssyni miðvikudaginn 12. júní lagt af stað kl. 09:00 hámarksfjöldi 50 manns og þátttökugjald 12.000.-
Minnum einnig á síðasta Korpúlfabingó á þessum vetri miðvikudaginn 10 apríl kl. 13:00.
Viku síðar miðvikudaginn 17 apríl kl. 13:00 kveðjum við veturinn með hópsöng og gleði í Borgum með þremur dásamlegum harmonikkuleikurum úr hópi Korpúlfa.
Tæplega 40 Korpúlfar hafa skráð sig á tónleikaferð í salinn í Kópavogi föstudaginn 3. maí með Erni Árnasyni og Jónasi Þórir Ég man þá tíð. Sendar verða greiðsluupplýsingar til þátttakenda næstu daga og vinsamlegast greiða sem fyrst miðaverð er 3.900.- Verið er að athuga með hópferðabíl á tónleikana.
Með hjartans ósk um góða helgi,
Theodór og Birna.
Föstudagur 15. mars 2024
Kæru Korpúlfar
Margt fræðandi og skemmtilegt hjá okkur fram að páskahátíð.
Vonum að þið sem allra flest mætið á afar áhugaverðan félagsfund Korpúlfa miðvikudaginn 27. mars kl. 13:00
Hefðbundin dagskrá og tveir góðir gestir munu heimsækja okkur á fundinn.
Sigga Dögg kynfræðingur með erindi sem hún nefnir Allt sem er fallegt. Mun fjalla um kynlíf og nánd á hreinskilinn hátt, sem og hugsanlegar áskoranir sem fylgja með hækkandi aldri. Brynja M Ólafsdóttir mun fræða okkur um : Netöryggi í bankaviðskiptum. Þær báðar svara fyrirspurnum um málefnin, Korpusystkin munu syngja fyrir okkur og fleira gaman.
Á miðvikudaginn 20 mars vorjafndægur og samsöngur í sal kl. 13:00 í Borgum í umsjón Elísabetar Halldóru og Jónu, sungið upp úr söngbókinni hans Jóa.
Þann 21. mars kl. 13:00 mun bókmenntahópur Korpúlfa taka til umfjöllunar bókina Einu sinni var í Austri.
Við bendum einnig á þátttökuskráningar sem liggja frammi í Borgum.
Meðal annars stórtónleika í salnum í Kópavogi gleðikokteill með Erni Árnasyni og Jónasi Þórir Ég man þá tíð föstudaginn 3. maí kl. 20:00.
Korpúlfaverð á tónleikana er 3.900.- fyrstir koma fyrstir fá.
Með vorkveðju
Theodór og Birna.
Föstudagur 8. mars 2024
Enn á ný höfum við gleðifréttir að færa kæru Korpúlfar.
Með ósk um góða helgi með þessum gleðifréttum,
Theodór og Birna.
Föstudagur 1. mars 2024
Gleðilegan mars 2024.
Þökkum viðburðaríka viku kæru Korpúlfar og góðan aðalfund 2024.
Við höldum áfram að auðga okkar líf og vekja okkur til umhugsunar um lífið sjálft.
Á miðvikudaginn 6. mars kl. 13:00 undir gaman saman ætlar Sigurður Skúlason leikari að kynna fyrir okkur bókina Ný jörð að vakna til vitundar um tilgang lífs þíns, eftir Eckhart Tolle. Bók sem fjallar um andlegt líf og á brýnt erindi til okkar allra. Sigurður mun lesa fyrir okkur valda kafla og verður einnig með bókina til sölu.
Fimmtudaginn 7. mars kl. 13:00 mun Vigfús Ólafsson segja frá björgunarafreki í máli og myndum sem átti sér stað í janúar 1942 Eskifjarðarheiði.
Þrettán Korpúlfar hafa skráð sig á skrautskriftarnámskeiðið sem hefst á föstudaginn 8. mars kl. 13:00 með Þorvaldi Jónassyni, þátttakendur mæti með almenn ritföng og þátttökugjald er 1.000.- krónur
Við munum síðan hjálpast að við að raða niður á einkabíla þeim Korpúlfum sem fara saman á tónleika í Salnum á laugardagskvöldið 9. mars.
Vekjum einni athygli á heimasíðu Korpúlfa, korpulfarnir.com
Góða helgi
Theodór og Birna.
Föstudagur 23. febrúar 2024
Kæru félagar
Hvetjum ykkur nú með hækkandi sól að fylgjast vel með öllu því sem framundan er hjá Korpúlfum.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundi Korpúlfa miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00 í Borgum með áhugaverðri dagskrá sem hefur verið send út til allra.
Þá eru alltaf spennandi viðburðir hjá menningarnefndinni alla fimmtudaga kl. 13:00.
Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13:00 í Borgum mun Dagþór Haraldsson vera með myndasýningu og ferðasögu
frá áhugaverðri ferð sinni um Argentínu og Brasilíu.
Fimmtudaginn 7. mars kl. 13:00 í Borgum mun Þórdís Th. Þórarinsdóttir leyfa okkur að njóta með sér
ferðalags til Perú í máli og myndum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þökkum góða þátttöku á skrautskriftarnámskeið með Þorvaldi Jónassyni, fullbókað og hefst föstudaginn 8. mars kl. 13:00 í Borgum.
Leiklistahópur Korpúlfa með Andreu hefur farið vel af stað, æfingar alla þriðjudaga kl. 13:00 til 14:20 í Borgum,
næst 5. mars (fellur niður næsta þriðjudag vegna málþings ). Fleiri velkomnir í hópinn.
Með hjartans ósk um gleðilega helgi
Theodór og Birna.
Fimmtudagur 22. febrúar 2024
Stjórn Korpúlfa boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 28. febrúar 2024 kl. 13:00 í Borgum.
Eins og áður hefur verið auglýst.
Fundardagskrá :
Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest
Stjórn Korpúlfa.
Mánudagur 19. febrúar 2024
Tillaga Uppstillinganefndar Korpúlfa um kjör í stjórn og nefndir fyrir starfsárið 2024-2025
Formaður Theodór Blöndal var kjörinn til 2ja ára á aðalfundi 2023
Stjórn Korpúlfa
Amalía Pálsdóttir
Jóna Hallgrímsdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
Rikharð Brynjólfsson
Varamaður í stjórn
Steinar Gunnarsson
Fræðslunefnd
Guðný Þorvaldsdóttir
Guðmunda Ingibergsdóttir
Steinunn S. Gísladóttir
Menningarnefnd
Ingibjörg Óskarsdóttir
Ísidór Hermannsson
Þórdís T Þórarinsdóttir
Ferðanefnd
Egill Sigurðsson
Ingi Sæmundsson
Sigmundur Stefánsson
Skemmtinefnd
Benjamín Gunnarsson
Dagbjört K. Þórhallsdóttir
Gunnhildur Valdimarsdóttir
Hildur Jónsdóttir
Katrín Þorvaldsdóttir
Sigurmundur Haraldsson
Vigfús Ólafsson
Skoðunarmenn reikning
Jóhannes Óli Garðarsson
Steinn G. Lundholm
Komi fram fleiri tillögur skal þeim skilað á skrifstofu félagsins eigi síðar en á hádegi daginn fyrir aðalfund.
Föstudagur 16. febrúar 2024
Kæru Korpúlfar
Um leið og við óskum ykkur góðrar helgar minnum við á stafagöngunámskeiðið með Ingibjörgu Eiríksdóttir kl. 10:00 á mánudaginn 19. feb. í Egilshöll.
Gengið inn um aðalinngang Egilshallar og síðan til hægri verðum í aðalsalnum/knattspyrnuvellinum. Hafa meðferðis göngustafi (auka stafi fyrir þá sem ekki eiga göngustafi ) og taka með gúmískóna á stafina.
Á þriðjudaginn 19. feb. hefst fyrsta leiklistaræfing með Andreu kl. 13:00 fleiri velkomnir í hópinn, þátttökulisti liggur frammi.
Allir velkomnir á kynningu frá Umhverfisstofnun fimmtudaginn 22. feb. í Borgum kl. 13:00 á grænum verkefnum fyrir 60 ára og eldri.
Þá þætti okkur vænt um betri umgengni í húsinu með kaffibolla og glös sem finnast hingað og þangað,
vinsamlegast skila á vagn við eldhúsið, með bestu þökk frá Borgardætrum.
Skemmtilegast frétt þessa vikuna er að laust er í skemmtinefnd Korpúlfa, tækifæri sem sjaldan bjóðast, tökum fagnandi á móti öllum áhugasömum í skemmtinefnd en ákveðið hefur verið að fjölga í nefndinni. Margar hendur vinna skemmtilegt verk. Kjörnefnd Korpúlfa og Birna veita allar nánari upplýsingar.
Aðalfundur Korpúlfa er síðan boðaður miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00 í Borgum.
Theodór og Birna.
Sunnudagur 11.02.2024
Kæru Korpúlfar
Með góðum kveðjum,
Birna og Theodór.
Föstudagur 02.02.2024
Kæru Korpúlfar
Allir hjartanlega velkomnir á þessa viðburði og minnum einnig á öskudaginn 14. feb. en þá ætlum við öll að skemmta okkur saman í Seljakirkju kl. 13:00 til 15:00
Góða helgi Theodór og Birna.
Fimmtudagur 25.01.2024
Kæru Korpúlfar
Við þökkum frábæran áhuga á Þorrablóti Korpúlfa miðvikudaginn 31. janúar í Borgum,
húsið opnar kl. 18:00 og borðhaldið hefst kl. 19:00.
Minnum á að taka með sér drykki, (engir drykkir seldir á staðnum).
Þá væri gaman að sjá sem flesta í íslenska þjóðbúningnum á Þorrablótinu.
Með ósk um góða skemmtun.
Birna og Theodór.
Föstudagur 19.01.2024
Stjórn Korpúlfa boðar til stjórnarfundar Korpúlfa miðvikudaginn 24. janúar kl. 13:00 í Borgum.
Jón Snædal öldrunarlæknir mun heiðra okkur með nærveru sinni og erindi sem hann kallar :
Er að koma meðferð við Alzheimer ?
Annar góður gestur verður Þórhildur Guðrún Egilsdóttir deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg
og Korpúlfur. Hún mun segja okkur frá skemmtilegri ráðstefnu um aldursvænar borgir sem haldin var nýlega í Kaupmannahöfn.
Konráð Adolphsson fer með skemmtiatriði, Korpusystkin syngja, önnur mál og fleira gaman.
Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest og kaffi á könnunni í lok fundar.
Sigga línudanskennari verður á línudansnámskeiði í Færeyjum á föstudaginn 26 janúar en Inga Júlíusdóttir hleypur í skarðið.
Fimmtudaginn 25. jan. kl. 13:00 í Borgum á vegum menningarnefndar : mun Brynjólfur Bjarnason Korpúlfur, sjómaður og fleira segja frá áhrifamiklu sjóslysi frá árinu 1969 og svara fyrirspurnum.
Takk fyrir góða þátttökuskráningu í utanlandsferðirnar á vegum ferðanefndar, uppselt er í Færeyjarferðina hámark 40 en sjö eru á biðlista.
Ennþá eru 5 pláss laus í ferðina til Helsinki -Tallin hámark 45 í þá ferð. Fljótlega verður sent út reikningur fyrir staðfestingagjaldi á vegum GJ travel.
Minnum alla á að taka frá 14. febrúar 2024 öskudaginn því þá ætlum við að gera okkur glaðan dag í Seljakirkju.
Góða helgi
Theodór og Birna.
Föstudagur 12.01.2024
Góða helgi kæru Korpúlfar.
Vekjum athygli á söngstund í næstu viku miðvikudaginn 17. jan. kl. 13:00 í Borgum í umsjón Elísabetar Halldóru.
Sönggleði með þjóðhátíðarstemmingu þar sem sungin verða lög frá Vestmannaeyjum, sjá viðhengi og má auglýsa sem víðast.
Þá mun enskukennslan með Margréti Sölvadóttir byrja á ný eftir jólafrí föstudaginn 19. janúar kl. 13:00 til 14:00 í Borgum. Þátttökulisti liggur frammi í Borgum.
Á mánudaginn 15.jan. mun Þorrablótsnefnd Korpúlfa hefja sölu á miðum á Þorrablótið frá kl. 11:00 til 15:00. Verð 8.000 og ekki tekin kort.
Miðvikudaginn 24. janúar boðar stjórn Korpúlfa til félagsfundar kl. 13:00 sérstakir gestir á fundinum verða Jón Snædal öldrunarlæknir með áhugavert fræðsluerindi og Þórhildur Egilsdóttir með spennandi fréttir. Tónlistarflutningur Korpusystkina og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Allir hjartanlega velkomnir
Theodór og Birna.
Miðvikudagur 10.01.2024
Loksins loksins verður byrjað að selja miða á Þorrablót Korpúlfa,
miðasala hefst mánudaginn 15. janúar kl. 11:00 og til kl. 15:00 í Borgum.
Miðaverð 8.000.- krónur muna að taka með pening ekki tekin kort,
fyrstir koma fyrstir fá.
Þorrablótið verður haldið í Borgum miðvikudaginn 31. janúar 2024.
Húsið opnar kl. 18:00 borðhaldið hefst kl. 19:00 með glæsilegum þorramat, skemmtiatriðum, tónlist og dansi.
Þorrablótsnefndin.
Vekjum einnig athygli á að Korpúlfakeila er alla miðvikudag kl. 10:00 í janúar 2024. (Ekki annan hvern eins og áður)
Þriðjudagur 09.01.2023
Kæru Korpúlfar
Hreyfing hressir bætir kætir hvetjum alla til að kynna sér vel fjölbreytta heilsueflingu Korpúlfa.
Leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll með Margréti byrjaði á ný 2. janúar.
Dansleikfimin með Auði Hörpu hófst í gær alla mánudaga kl. 11:00
Jóga með Gyðu er hafið alla fimmtudaga kl. 09:00 fleiri velkomnir í hópinn og námskeiðsgjald fyrir 2 mánuði jan og feb. er 8.000.-
Línudansinn með Siggu hefst á föstudaginn 12. jan. allir velkomnir byrjendur kl. 9:30 og síðan eru allir kl. 10:00
Styrktar og jafnvægisleikfimin með strákunum okkar í fullum gangi á fimmtudögum.
Einnig Qigong með Þóru alla miðvikudaga.
Sundleikfimin tvisvar í viku í Grafarvogssundlaug.
Keilan er byrjuð í Egilshöll og púttið hefst fljótlega.
Einnig gaman að upplifa frábæra þátttöku í öllum gönguhópum Korpúlfa.
Þá minnum við á Korpúlfabingó á vegum skemmtinefndar Korpúlfa morgun 10. janúar kl. 13:00 vonumst til að sjá sem flesta.
Þökkum góða skráningu á tölvufærninámskeiðið með Hermanni en því seinkar um eina viku hefst 1. febrúar 2024.
Baráttukveðjur
Theodór og Birna.
Fimmmtudagur 4.1.2024
Kæru Korpúlfar
Vonum að þið hafið náð góðri hvíld yfir hátíðarnar og eruð nú tilbúin að takast á við nýtt spennandi starfsár okkar 2024. Um leið þökkum við fyrir öll gömlu góðu árin.
Hópferðabíll leggur af stað kl. 11:00 í dag 4. jan. með 50 Korpúlfa á opna æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni.
Flest á starfsskrá Korpúlfa hefst í næstu viku eða er nú þegar hafið. Pútt á Korpúlfsstöðum mun hefjast aðeins síðar verður auglýst. Menningarnefndin fer af stað fimmtudaginn 18.jan. með bókmenntahóp og bókina Tengdadóttirin eftir Guðrúnu frá Lundi. Vorönn menningarnefndar verður kynnt fljótlega.
Skemmtinefnd minnir á Korpúlfabingó miðvikudaginn 10. jan. kl. 13:00
Þorrablótsnefnd Korpúlfa er á fullu að skipuleggja Þorrablót Korpúlfa sem verður miðvikudaginn 31. janúar í Borgum. Miðaverð 8.000.- Húsið mun opna kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00. Skemmtiatriði, dans, gleði og gaman. Auglýst verður fljótlega hvenær farið verður að selja miða.
Tölvufærninámskeið Hermanns mun hefjast fimmtudaginn 25. janúar í listasmiðjunni í Borgum kl. 09:00. Þátttökugjald 1.000.- og þátttökulisti verður lagður fram í Borgum í dag. Ef vel gengur verður námskeiðið vikulega enda margir beðið eftir tölvuaðstoð sem verður einstaklingsmiðuð.
Með hjartans kveðju og vonumst til að sjá ykkur sem oftast á nýja árinu.
Birna og Theodór.
©2022 Korpúlfar - Spönginni 43, 112 Reykjavík - Vefstjóri Snæbjörn Kristjánsson