Fréttir 2024

Mánudagur 19. febrúar 2024


Tillaga Uppstillinganefndar Korpúlfa um kjör í stjórn og nefndir fyrir starfsárið 2024-2025

Formaður Theodór Blöndal var kjörinn til 2ja ára á aðalfundi 2023

 

Stjórn Korpúlfa

Amalía Pálsdóttir

Jóna Hallgrímsdóttir

Rannveig H Christensen

Rikharð Brynjólfsson

 

Varamaður í  stjórn

Haraldur Sumarliðason

 

Fræðslunefnd

Guðný Þorvaldsdóttir

Guðmunda Ingibergsdóttir

Steinunn S. Gísladóttir

 

Menningarnefnd

Ingibjörg Óskarsdóttir

Ísidór Hermannsson

Þórdís T Þórarinsdóttir

 

Ferðanefnd

Egill Sigurðsson

Ingi Sæmundsson

Sigmundur Stefánsson

 

Skemmtinefnd

Benjamín Gunnarsson

Dagbjört K. Þórhallsdóttir

Gunnhildur Valdimarsdóttir

Hildur Jónsdóttir

Katrín Þorvaldsdóttir

Sigurmundur Stefánsson

Vigfús Ólafsson

 

Skoðunarmenn reikning

Jóhannes Óli Garðarsson

Steinn G. Lundholm

 

Komi fram fleiri tillögur skal þeim skilað á skrifstofu félagsins eigi síðar en á hádegi daginn fyrir aðalfund.Föstudagur 16. febrúar 2024


Kæru Korpúlfar

 

Um leið og við óskum ykkur góðrar helgar minnum við á stafagöngunámskeiðið með Ingibjörgu Eiríksdóttir kl. 10:00 á mánudaginn 19. feb.  í Egilshöll.

Gengið inn um aðalinngang Egilshallar og síðan til hægri verðum í aðalsalnum/knattspyrnuvellinum. Hafa meðferðis göngustafi (auka stafi fyrir þá sem ekki eiga göngustafi ) og taka með gúmískóna á stafina.


Á þriðjudaginn 19. feb. hefst fyrsta leiklistaræfing með Andreu kl. 13:00 fleiri velkomnir í hópinn, þátttökulisti liggur frammi.


Allir velkomnir á kynningu frá Umhverfisstofnun fimmtudaginn 22. feb. í Borgum  kl. 13:00 á grænum verkefnum fyrir 60 ára og eldri.

 

Þá þætti okkur vænt um betri umgengni í húsinu með kaffibolla og glös sem finnast hingað og þangað,

vinsamlegast skila  á vagn við  eldhúsið, með bestu þökk frá Borgardætrum.

 

Skemmtilegast frétt þessa vikuna er að laust er í skemmtinefnd Korpúlfa, tækifæri sem sjaldan bjóðast, tökum fagnandi á móti öllum áhugasömum í skemmtinefnd en ákveðið hefur verið að fjölga í nefndinni. Margar hendur vinna skemmtilegt verk. Kjörnefnd Korpúlfa og Birna veita allar nánari upplýsingar.


Aðalfundur Korpúlfa er síðan boðaður miðvikudaginn 28. febrúar kl. 13:00 í Borgum.

 

Theodór og Birna.


Sunnudagur 11.02.2024


Kæru Korpúlfar 

 

 1. Vegna forfalla eru fáein pláss laus í ferð Korpúlfa til Helsinki/Tallinn 26 apríl til 1. maí 2024 allar nánari upplýsingar hjá Guðrúnu ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. 
 2. Á öskudaginn miðvikudaginn 14. feb. vitum við að margir ætla að mæta í boð í Breiðholtið hátíð sem verður í Seljakirkju kl. 13:00 til 15:00 skemmtun og veitingar. Reynt verður að safnast saman í einkabíla, þeir sem ekki eru komnir með far geta haft samband við Guðrúnu Barböru.
 3. Tölvunámskeiðið með Hermanni fellur niður á fimmtudag verður í staðinn föstudaginn 16. febrúar kl. 9:00 til 11:00 allir velkomnir.
 4. Næstu daga verður haft samband við þá sem ætla á tónleikana Himinn og jörð perlur Gunnars Þórðarsonar 9. mars kl. 20:30 varðandi greiðslur sem er 6.900.- Korpúlfaverð. 
 5. Gleðilegt að tilkynna að lagður hefur verið fram þátttökulisti í Borgum á leiklistanámskeið með Andreu Katrínu leiklistakennara sem hefst þriðjudaginn 20. febrúar kl. 13:00 til 14:20 í Borgum og þátttökugjald 500.- Stefnt er á að setja upp endurminningaleikhús með frumsýningu 17. maí 2024. 

 

Með góðum kveðjum, 

Birna og Theodór. 


Föstudagur 02.02.2024

Kæru Korpúlfar

 

 • Við tilkynnum með ánægju að Korpúlfapúttið hefst á ný fimmtudaginn 8. febrúar kl. 10:00 á Korpúlfsstöðum, inniaðstöðu hjá G.R.
 • Athugið ný dagsetning á Korpúlfabingói verður miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13:00 með glæsilegum vinningum.
 • Þriðjudaginn 6. feb. kl. 14:00 verður kynning á tæknilausn í tölvustýrðu hreyfiprógrammi sett upp í Borgum, allir áhugasamir velkomnir.
 • Fimmtudaginn 8. febrúar kl. 13:00 í Borgum mun Steinn Lundholm segja okkur sannar draugasögur                      og gaman ef þátttakendur mæti með sína uppáhalds draugasögu og kynni fyrir okkur.  

 

Allir hjartanlega velkomnir á þessa viðburði og minnum einnig á öskudaginn 14. feb.  en þá ætlum við öll að skemmta okkur saman í Seljakirkju kl. 13:00 til 15:00

 

Góða helgi Theodór og Birna.


Fimmtudagur 25.01.2024

Kæru Korpúlfar

 

 • Hér í viðhengi er auglýsing um öskudaginn í Seljakirkju sem við ætlum að fagna saman 14. febrúar með öðrum félagsmiðstöðvum í efri byggð. Korpúlfar verða með skemmtiatriði ásamt fleirum og seldar verða kaffiveitingar.
 • Tölvufærninámskeiðið hefst fimmtudaginn 1. feb. kl. 09:00, þátttökugjald 2.000.- hringt verður í alla þá sem eiga að mæta 1. feb.  en námskeiðið verður áfram alla fimmtudagsmorgna í Borgum.
 • Skemmtinefnd Korpúlfa hefur ákveðið sameiginlega ferð á tónleika í salnum í Kópavogi laugardaginn 9. mars kl. 20:30. Himinn og jörð perlur Gunnars Þórðarsonar. Þátttökulisti liggur frammi í Borgum, Korpúlfaverð 6.900.-
 • Boðið verður upp á stafagöngunámskeið í Egilshöll mánudaginn 19. febrúar kl. 10:00, leiðbeinandi Ingibjörg Eiríksdóttir. Þátttökulisti liggur frammi í Borgum og vonumst til góðrar þátttöku.
 • Næsta laugardag  27. janúar kl. 11:00 í Rimaskóla  mun Einar Þorsteinsson borgarstjóri vera með hverfisfund og hvetur alla til að mæta.

 

Við þökkum frábæran áhuga á Þorrablóti Korpúlfa miðvikudaginn 31. janúar í Borgum,

húsið opnar kl. 18:00 og borðhaldið hefst kl. 19:00.

Minnum á að taka með sér drykki, (engir drykkir seldir á staðnum).

 

Þá væri gaman að sjá sem flesta í íslenska þjóðbúningnum á Þorrablótinu.

Með ósk um góða skemmtun.

                                                                                                             

Birna og Theodór.


Föstudagur 19.01.2024


Stjórn Korpúlfa boðar til stjórnarfundar Korpúlfa miðvikudaginn 24. janúar kl. 13:00 í Borgum.

 

Jón Snædal öldrunarlæknir mun heiðra okkur með nærveru sinni og erindi sem hann kallar :

Er að koma meðferð við Alzheimer ?

Annar góður gestur verður Þórhildur Guðrún Egilsdóttir deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg

og Korpúlfur. Hún mun segja okkur frá skemmtilegri ráðstefnu um aldursvænar borgir sem haldin var nýlega í Kaupmannahöfn.  

 

Konráð Adolphsson fer með skemmtiatriði, Korpusystkin syngja, önnur mál og fleira gaman.

Vonumst til að sjá ykkur sem allra flest og kaffi á könnunni í lok fundar.

 

Sigga línudanskennari verður á línudansnámskeiði í Færeyjum á föstudaginn 26 janúar en Inga Júlíusdóttir hleypur í skarðið.

 

Fimmtudaginn  25. jan. kl. 13:00 í Borgum á vegum menningarnefndar :                                                                                    mun Brynjólfur Bjarnason Korpúlfur, sjómaður og fleira segja frá áhrifamiklu sjóslysi frá árinu 1969 og svara fyrirspurnum.

 

Takk fyrir góða þátttökuskráningu í utanlandsferðirnar á vegum ferðanefndar, uppselt er í Færeyjarferðina hámark 40 en sjö eru á biðlista.

Ennþá eru 5 pláss laus í ferðina til Helsinki -Tallin hámark 45 í þá ferð. Fljótlega verður sent út reikningur fyrir staðfestingagjaldi á vegum GJ travel.

 

Minnum alla á að taka frá 14. febrúar 2024 öskudaginn því þá ætlum við að gera okkur glaðan dag í Seljakirkju.  

 

Góða helgi

 

Theodór og Birna.

Föstudagur 12.01.2024


Góða helgi kæru Korpúlfar.

 

Vekjum athygli á söngstund í næstu viku miðvikudaginn 17. jan. kl. 13:00 í Borgum í umsjón Elísabetar Halldóru.

Sönggleði með þjóðhátíðarstemmingu þar sem sungin verða lög frá Vestmannaeyjum, sjá viðhengi og má auglýsa sem víðast.

 

Þá mun enskukennslan með Margréti Sölvadóttir byrja á ný eftir jólafrí föstudaginn 19. janúar kl. 13:00 til 14:00 í Borgum. Þátttökulisti liggur frammi í Borgum.

 

Á mánudaginn 15.jan.  mun Þorrablótsnefnd   Korpúlfa    hefja sölu á miðum á Þorrablótið frá kl. 11:00 til 15:00. Verð 8.000 og ekki tekin kort.

 

Miðvikudaginn 24. janúar boðar stjórn Korpúlfa til félagsfundar kl. 13:00 sérstakir gestir á fundinum verða Jón Snædal öldrunarlæknir með áhugavert fræðsluerindi og Þórhildur Egilsdóttir með spennandi fréttir. Tónlistarflutningur Korpusystkina og ýmislegt fleira skemmtilegt.

 

Allir hjartanlega velkomnir

 

 

Theodór og Birna.             

 

Miðvikudagur 10.01.2024


Loksins loksins verður byrjað að selja miða á Þorrablót Korpúlfa,

 

miðasala hefst mánudaginn 15. janúar kl. 11:00 og til kl. 15:00 í Borgum.

 

Miðaverð 8.000.- krónur muna að taka með pening ekki tekin kort,

fyrstir koma fyrstir fá.

 

Þorrablótið verður haldið í Borgum miðvikudaginn 31. janúar 2024.

Húsið opnar kl. 18:00 borðhaldið hefst kl. 19:00 með glæsilegum þorramat, skemmtiatriðum, tónlist og dansi.

 

Þorrablótsnefndin.

 

Vekjum einnig athygli á að Korpúlfakeila er alla miðvikudag kl. 10:00 í janúar 2024. (Ekki annan hvern eins og áður)


Þriðjudagur 09.01.2023


Kæru Korpúlfar

 

Hreyfing hressir bætir kætir hvetjum alla til að kynna sér vel fjölbreytta heilsueflingu Korpúlfa.

 

Leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll með Margréti byrjaði á ný 2. janúar.

Dansleikfimin með Auði Hörpu hófst í gær alla mánudaga kl. 11:00


Jóga með Gyðu er hafið alla fimmtudaga kl. 09:00 fleiri velkomnir í hópinn og námskeiðsgjald fyrir 2 mánuði jan og feb. er 8.000.-


Línudansinn með Siggu hefst á föstudaginn 12. jan. allir velkomnir byrjendur kl. 9:30 og síðan eru allir kl. 10:00

Styrktar og jafnvægisleikfimin með strákunum okkar í fullum gangi á fimmtudögum.


Einnig Qigong með Þóru alla miðvikudaga.

Sundleikfimin tvisvar í viku í Grafarvogssundlaug.

Keilan er byrjuð í Egilshöll og púttið hefst fljótlega.

Einnig gaman að upplifa frábæra þátttöku í öllum gönguhópum Korpúlfa.

 

Þá minnum við á Korpúlfabingó á vegum skemmtinefndar Korpúlfa morgun 10. janúar kl. 13:00 vonumst til að sjá sem flesta.

 

Þökkum góða skráningu á tölvufærninámskeiðið með Hermanni en því seinkar um eina viku hefst 1. febrúar 2024.

 

Baráttukveðjur

Theodór og Birna.

Fimmmtudagur 4.1.2024


Kæru Korpúlfar 

Vonum að þið hafið náð góðri hvíld yfir hátíðarnar og eruð nú tilbúin að takast á við nýtt spennandi starfsár okkar 2024. Um leið þökkum við fyrir öll gömlu góðu árin. 

 

Hópferðabíll leggur af stað kl. 11:00 í dag 4. jan. með 50 Korpúlfa á opna æfingu Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni. 

 

Flest á starfsskrá Korpúlfa hefst í næstu viku eða er nú þegar hafið. Pútt á Korpúlfsstöðum mun hefjast aðeins síðar verður auglýst.  Menningarnefndin fer af stað fimmtudaginn 18.jan. með bókmenntahóp og bókina Tengdadóttirin eftir Guðrúnu frá Lundi. Vorönn menningarnefndar verður kynnt fljótlega. 

 

Skemmtinefnd minnir á Korpúlfabingó miðvikudaginn 10. jan. kl. 13:00

 

Þorrablótsnefnd Korpúlfa er á fullu að skipuleggja Þorrablót Korpúlfa sem verður miðvikudaginn 31. janúar í Borgum. Miðaverð 8.000.- Húsið mun opna kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00. Skemmtiatriði, dans, gleði og gaman. Auglýst verður fljótlega hvenær farið verður að selja miða.

 

Tölvufærninámskeið Hermanns mun hefjast fimmtudaginn 25. janúar í listasmiðjunni í Borgum kl. 09:00. Þátttökugjald 1.000.- og þátttökulisti verður lagður fram í Borgum í dag. Ef vel gengur verður námskeiðið vikulega enda margir beðið eftir tölvuaðstoð sem verður einstaklingsmiðuð. 

 

Með hjartans kveðju og vonumst til að sjá ykkur sem oftast á nýja árinu. 

 

Birna og Theodór.